Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 18:31 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54