Steingrímur sloj og dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 15:44 Steingrímur dró sig í hlé á þinginu í dag en það er einhver lurða í forsetanum. vísir/vilhelm Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá. Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum: „Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni. „En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“ Uppfært 18:45. Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum: „Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni. „En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“ Uppfært 18:45. Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira