Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 14:49 Stjörnukonur fá nýtt tækifæri til að leggja KA/Þór að velli. vísir/hulda Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. Stjarnan kærði úrslit leiksins við KA/Þór í Olís-deild kvenna í febrúar. Dómarar leiksins skráðu úrslitin sem 27-26 sigur KA/Þórs en mistök höfðu orðið á ritaraborði þar sem „draugamarki“ var bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði 26 mörk í leiknum. „Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja,“ segir í yfirlýsingu Stjörnumanna. Þeir eru á allt annarri skoðun en forráðamenn KA/Þórs um hvort dómur áfrýjunardómstólsins sé handboltanum til framdráttar, en í yfirlýsingu Akureyringa í dag segir að málið sé handboltanum ekki til heilla og „aðför að landsbyggðinni“. Framkvæmd leiksins var í höndum Stjörnunnar, sem heimaliðs, og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar að gripið verði til aðgerða til að vinna gegn mistökum eins og þeim sem urðu á ritaraborði í umræddum leik. „Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,” segir í yfirlýsingunni en hana má lesa í heild hér að neðan. Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Stjarnan kærði úrslit leiksins við KA/Þór í Olís-deild kvenna í febrúar. Dómarar leiksins skráðu úrslitin sem 27-26 sigur KA/Þórs en mistök höfðu orðið á ritaraborði þar sem „draugamarki“ var bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði 26 mörk í leiknum. „Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja,“ segir í yfirlýsingu Stjörnumanna. Þeir eru á allt annarri skoðun en forráðamenn KA/Þórs um hvort dómur áfrýjunardómstólsins sé handboltanum til framdráttar, en í yfirlýsingu Akureyringa í dag segir að málið sé handboltanum ekki til heilla og „aðför að landsbyggðinni“. Framkvæmd leiksins var í höndum Stjörnunnar, sem heimaliðs, og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar að gripið verði til aðgerða til að vinna gegn mistökum eins og þeim sem urðu á ritaraborði í umræddum leik. „Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,” segir í yfirlýsingunni en hana má lesa í heild hér að neðan. Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.
Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur. Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu. Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig. Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum. Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli. Það eru hörkuleikir framunda í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda. Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.
Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira