Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:29 Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Vísir/Vilhelm Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum. „Það verður lokað í dag. Það er hundleiðinlegt veður hérna í Grindavík og upp á Fagradalsfjalli; úrhellisrigning og vindur þannig að það bara ekkert vit í að fara gangandi, hvað þá á ökutækjum fyrir viðbragðsaðila þarna upp eftir.“ Stendur til að grípa til einhverra aðgerða til að passa að fólk fari sér ekki að voða og mæti þrátt fyrir tilmæli? „Já, við verðum með okkar viðbúnað eins og í gær. Sami mannskapur verður niðri á bílastæðum sem áður hafði verið upp á fjalli og passar upp á að fólk fari ekki af stað. Það hefur svo sem ekki reynt á það – það er engin aðsókn eins og er, enda veðrið eins og ég lýsti áðan.“ Lítið sem ekkert skyggni sé við gosstöðvarnar. Göngutúr að gosstöðvunum þarf því að bíða betri tíma. Veðurútlitið fyrir morgundaginn er heldur ekki gott en þó ögn skárra en í dag. Viðbragðsaðilar munu í dag kanna aðstæður við Fagradalsfjall. „Við erum með björgunarsveitarbíl sem er í könnunarleiðangri uppi við gosstöðvarnar. Við erum hræddir við hraunflæði á tveimur stöðum sem ógnar jafnvel gönguleiðum þannig að við þurfum að fylgjast vel með því.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46 Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Það verður lokað í dag. Það er hundleiðinlegt veður hérna í Grindavík og upp á Fagradalsfjalli; úrhellisrigning og vindur þannig að það bara ekkert vit í að fara gangandi, hvað þá á ökutækjum fyrir viðbragðsaðila þarna upp eftir.“ Stendur til að grípa til einhverra aðgerða til að passa að fólk fari sér ekki að voða og mæti þrátt fyrir tilmæli? „Já, við verðum með okkar viðbúnað eins og í gær. Sami mannskapur verður niðri á bílastæðum sem áður hafði verið upp á fjalli og passar upp á að fólk fari ekki af stað. Það hefur svo sem ekki reynt á það – það er engin aðsókn eins og er, enda veðrið eins og ég lýsti áðan.“ Lítið sem ekkert skyggni sé við gosstöðvarnar. Göngutúr að gosstöðvunum þarf því að bíða betri tíma. Veðurútlitið fyrir morgundaginn er heldur ekki gott en þó ögn skárra en í dag. Viðbragðsaðilar munu í dag kanna aðstæður við Fagradalsfjall. „Við erum með björgunarsveitarbíl sem er í könnunarleiðangri uppi við gosstöðvarnar. Við erum hræddir við hraunflæði á tveimur stöðum sem ógnar jafnvel gönguleiðum þannig að við þurfum að fylgjast vel með því.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46 Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46
Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. 13. apríl 2021 11:27
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20