„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 12:01 Íslenska landsliðið á fyrir höndum þrjá leiki í þremur löndum, frá þriðjudegi til sunnudags, um næstu mánaðamót. EPA/Anne-Christine Poujoulat „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast. EM 2022 í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira