Sveitarstjóri hættir eftir nærri tíu ára starf Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:03 Kristófer Tómasson tók við starfi sveitarstjóra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2012. Skeiðgnúp Kristófer Tómasson hefur sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar í gær, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012. Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í bókun frá Kristófer segir hann að ástæður uppsagnarinnar séu fleiri en ein. Ein þeirra sé að hann hafi um nokkurt skeið bent á að breytingar þurfi að eiga sér stað í rekstri sveitarfélagsins og miði að því að bæta afkomu þess. „Þar má nefna þörf á að leggja á leikskólagjöld, hækka gjaldskrá sorpþjónustu, hækka álagshlutfall fasteignagjalda í A flokki, hætta rekstri Skeiðalaugar, svo nokkuð sé nefnt. Enn sem komið er hafa þær ábendingar ekki náð fram að ganga,“ segir Kristófer. Sömuleiðis hafi verið horft til þess að ná niður rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla, en það hafi reynst erfitt. Verulegt tap annað árið í röð Sveitarstjórinn fráfarandi segir að þegar horft sé til þess að rekstrarniðurstaða ársins 2020 sé verulegt tap, annað árið í röð, verði ekki hjá því komist að ráðast í aðgerðir til að bæta reksturinn. „Ég tek það mjög nærri mér að staðreyndin um afkomu sveitarfélagsins sé með þessum hætti. Hér er verið að sýsla með almannafé og brýnt að á því sé vel haldið. Það er að langt frá því að ég fyrri mig ábyrgð á því hvernig staðan er. Það má eflaust finna dæmi, fleiri en eitt sem ég hefði betur hagað málum með öðrum hætti en raun ber vitni. En að mínu mati hefði niðurstaðan orðið betri ef samstaða hefði verið um að fara þær leiðir sem ég hef lagt til á síðustu misserum,“ segir Kristófer í bókun sinni. Mun koma niður á pyngju íbúa Hann segir að kostnaður hafi aukist mjög mikið, ekki síst launakostnaður, og megi sveitarstjórn búast við að þurfa að taka ákvarðanir sem geti komið niður á pyngju íbúa í sveitarfélaginu. Annar möguleiki sé að minnka þjónustu. „Ég þakka sveitarstjórn og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þó að leiðir skilji á þessum vettvangi, þá er ekki tilefni frá minni hálfu til að eftir standi sárindi eða kali. Ég hefði gjarnan viljað láta af störfum við jákvæðari aðstæður, en engu að síður er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að gegna jafn umfangsmiklu og lærdómsríku starfi. Ég vona að þessi ár mín í starfi hjá sveitarfélaginu skilji eftir eitthvað gagn fyrir samfélagið. Ég óska sveitarstjórn og íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps alls hins besta,“ segir Kristófer að lokum. Sveitarstjórn fái tíma til að meðtaka stöðuna Næsti fundur sveitarstjórnar fer fram 21. apríl, þar sem ákvörðun verður tekin um ráðningarferli fyrir nýjan sveitarstjóra. Í bókun frá fulltrúum í sveitarstjórn segir að þeir harmi þá stöðu sem upp sé komin í sveitarfélaginu. „Lýsum við mikilli ánægju með það samstarf sem við höfum átt við Kristófer. Óskum við eftir því að það ráðningarferli sem þarf að eiga sér stað verði frestað til næsta fundar svo sveitarstjórn fá smá tíma til að meðtaka þá stöðu sem upp er komin og vinna úr málum með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi,“ segir í bókuninni.
Vistaskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent