Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 00:00 Fastagestir sundlauganna geta nú tekið gleði sína á ný. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu manns og hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt á ný með takmörkunum. Þá geta skíðasvæði og sviðslistir aftur hafið starfsemi þar sem fimmtíu mega vera saman á sviði og hundrað í hólfum úti í sal. Í skólum fer fjarlægðarreglan tveimur metrum í einn og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Gert er ráð fyrir því að nýju reglurnar gildi í þrjár vikur eða til og með 5. maí. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði tilslakanirnar vera umtalsverðar enda hafi okkur gengið vel.Vísir/Vilhelm Í samræmi við væntingar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti tilslakanirnar á þriðjudag. Sagði hún breytingarnar í samræmi við þær væntingar sem stjórnvöld höfðu þegar „gripið var í handbremsuna“ fyrir þremur vikum. Þær aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust. Svandís og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonuðust til að snögg viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingu fyrr í þetta skiptið. Svo varð raunin og vakti það athygli þegar Svandís lýsti því yfir að nýja reglugerðin myndi taka gildi á fimmtudag, einum degi fyrr en Þórólfur lagði til. Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar með allt að 100 áhorfendum sem skulu skráðir í sæti. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt. Tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu Tiltölulega fá kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðastliðna daga en bæði Svandís og Þórólfur hafa sagt það ákveðið hættumerki að enn séu að greinast smit utan sóttkvíar. Það er þó mat sóttvarnalæknis að búið sé að koma í veg fyrir þá bylgju sem hefði mögulega getað farið af stað. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast hafi daglegum smitum fækkað. Er þar meðal annars vísað til kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þá geta skíðasvæði og sviðslistir aftur hafið starfsemi þar sem fimmtíu mega vera saman á sviði og hundrað í hólfum úti í sal. Í skólum fer fjarlægðarreglan tveimur metrum í einn og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Gert er ráð fyrir því að nýju reglurnar gildi í þrjár vikur eða til og með 5. maí. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði tilslakanirnar vera umtalsverðar enda hafi okkur gengið vel.Vísir/Vilhelm Í samræmi við væntingar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti tilslakanirnar á þriðjudag. Sagði hún breytingarnar í samræmi við þær væntingar sem stjórnvöld höfðu þegar „gripið var í handbremsuna“ fyrir þremur vikum. Þær aðgerðirnar byggðu í stórum dráttum á þeim sem notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins í haust. Svandís og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonuðust til að snögg viðbrögð yrðu til þess að hefja mætti afléttingu fyrr í þetta skiptið. Svo varð raunin og vakti það athygli þegar Svandís lýsti því yfir að nýja reglugerðin myndi taka gildi á fimmtudag, einum degi fyrr en Þórólfur lagði til. Helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar með allt að 100 áhorfendum sem skulu skráðir í sæti. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Skíðasvæðum heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. Öllum verslunum heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar. Verklegt ökunám og flugnám með kennara heimilt. Tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu Tiltölulega fá kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðastliðna daga en bæði Svandís og Þórólfur hafa sagt það ákveðið hættumerki að enn séu að greinast smit utan sóttkvíar. Það er þó mat sóttvarnalæknis að búið sé að koma í veg fyrir þá bylgju sem hefði mögulega getað farið af stað. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast hafi daglegum smitum fækkað. Er þar meðal annars vísað til kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira