Zlatan sagður brjóta siðareglur FIFA og gæti fengið langt bann Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 12:01 Zlatan lék með sænska landsliðinu gegn Georgíu og Kósovó í undankeppni HM í lok síðasta mánaðar. EPA/Janerik Henriksson Zlatan Ibrahimovic gæti átt yfir höfði sér háa sekt og langt keppnisbann fyrir brot á siðareglum FIFA. Þetta fullyrðir sænski miðillinn Aftonbladet í dag. Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna. Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira