Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 09:47 Lögregluþjónninn sagðist ætla að beita rafbyssu gegn Wright en hélt þó á skammbyssu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira