Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 10:00 Thomas Müller og félagar skoruðu tvö mörk í fyrri leiknum gegn PSG en fengu aragrúa færa til viðbótar. EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2. Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn