Krefjast „afdráttarlausrar og löngu tímabærrar“ afstöðu KSÍ með réttindum verkafólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 08:58 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og Drífa Snædal forseti ASÍ. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!“ Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“ KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“
KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira