„Trúðafélag“ Valdimars og Ara Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2021 13:00 Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset og voru það einnig hjá U21-landsliðinu og Fylki. Instagram/@stromsgodsetfotball Það hefur mikið gengið á í herbúðum norska knattspyrnufélagsins Strömsgodset undanfarið en nú er nýtt þjálfarateymi tekið við eftir að Daninn Henrik Pedersen hætti. Pedersen og Strömsgodset tóku þá sameiginlegu ákvörðun að hann myndi hætta hjá félaginu eftir ásakanir um kynþáttaníð í garð leikmanna og starfsfólks hjá félaginu. Pedersen segir ásakanirnar algjörlega úr lausu lofti gripnar en að hann hafi kosið að stíga til hliðar til þess að lægja öldurnar. Samvkæmt TV 2 sendu nokkrir leikmenn Strömsgodset bréf til stjórnar félagsins þar sem þeir óskuðu eftir því að Pedersen yrði látinn fara. Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson eru í leikmannahópi Strömsgodset en ekki er ljóst hvaða leikmenn komu að því að senda bréfið. Nýr þjálfari fundar með hverjum leikmanni Björn Petter Ingebretsen og Håkon Wibe-Lund, sem var aðstoðarþjálfari Pedersens, mynda nýtt þjálfarateymi Strömsgodset. Ingebretsen er öllum hnútum kunnugur hjá Strömsgodset eftir að hafa áður þjálfað liðið 2018 en þá var hann einmitt með Wibe-Lund sér til aðstoðar. Ingebretsen harmar það hvernig félagið hefur litið út í fjölmiðlum síðustu daga. „Fyrir mig, séð utan frá, þá er Strömsgodset núna „trúðafélag“. Við verðum að ná tökum á því. Safna öllum saman. Sameina leikmennina,“ sagði Ingebretsen á blaðamannafundi í dag. „Ég mun funda með hverjum leikmanni fyrir sig í dag, fá þar fram það sem þeir vilja tjá sig um, hver afstaða þeirra er og hvað þeir hafa fram að færa. Núna þurfum við á hjálp frá öllum að halda. Þetta er erfið staða fyrir félagið,“ sagði Ingebretsen. Norski boltinn Noregur Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Pedersen og Strömsgodset tóku þá sameiginlegu ákvörðun að hann myndi hætta hjá félaginu eftir ásakanir um kynþáttaníð í garð leikmanna og starfsfólks hjá félaginu. Pedersen segir ásakanirnar algjörlega úr lausu lofti gripnar en að hann hafi kosið að stíga til hliðar til þess að lægja öldurnar. Samvkæmt TV 2 sendu nokkrir leikmenn Strömsgodset bréf til stjórnar félagsins þar sem þeir óskuðu eftir því að Pedersen yrði látinn fara. Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson eru í leikmannahópi Strömsgodset en ekki er ljóst hvaða leikmenn komu að því að senda bréfið. Nýr þjálfari fundar með hverjum leikmanni Björn Petter Ingebretsen og Håkon Wibe-Lund, sem var aðstoðarþjálfari Pedersens, mynda nýtt þjálfarateymi Strömsgodset. Ingebretsen er öllum hnútum kunnugur hjá Strömsgodset eftir að hafa áður þjálfað liðið 2018 en þá var hann einmitt með Wibe-Lund sér til aðstoðar. Ingebretsen harmar það hvernig félagið hefur litið út í fjölmiðlum síðustu daga. „Fyrir mig, séð utan frá, þá er Strömsgodset núna „trúðafélag“. Við verðum að ná tökum á því. Safna öllum saman. Sameina leikmennina,“ sagði Ingebretsen á blaðamannafundi í dag. „Ég mun funda með hverjum leikmanni fyrir sig í dag, fá þar fram það sem þeir vilja tjá sig um, hver afstaða þeirra er og hvað þeir hafa fram að færa. Núna þurfum við á hjálp frá öllum að halda. Þetta er erfið staða fyrir félagið,“ sagði Ingebretsen.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira