Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2021 18:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Vísir/Einar Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39