Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 12:23 Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss, sem stýrir vinnunni við bólusetningarnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana. Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana.
Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira