Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 08:57 Tólf tíma vakt er hjá lögreglu og björgunarsveitum á gosstöðvunum í Reykjanesi um helgina. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira