Rose leiðir eftir hreint út sagt magnaðan fyrsta hring Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 23:05 Justin Rose hefði vart getað byrjað Masters-mótið í golfi betur. Kevin C. Cox/Getty Images Justin Rose leiðir á Masters-mótinu í golfi þegar nær allir kylfingar hafa klárað fyrsta hring. Rose átti mögulega sinn besta hring á ferlinum en hann er sem stendur sjö höggum undir pari. Englendingurinn hóf hringinn á því að fara fyrstu holu á einu höggi yfir pari. Hann náði sér á strik er hann var hálfnaður með hringinn og leit ekki um öxl eftir það. Fékk hann til að mynda fimm fugla á síðustu sjö holunum. Justin Rose is -9 through his last 10 holes Watch the end of the first round of #themasters on ESPN pic.twitter.com/X1dAhiZ07k— ESPN (@espn) April 8, 2021 Rose er eins og áður sagi á sjö höggum undir pari og er með fjögurra högga forystu á þá Brian Harman frá Bandaríkjunum og Hideki Matsuyama frá Japan. Spánverjinn Jon Ram er ásamt öðrum kylfingum á pari vallarins og meistarinn frá því í fyrra, Dustin Johnson, fór hringinn á tveimur höggum yfir pari. Högg dagsins átti þó líklega Tommy Fleetwood á 16. holu, sem er par þrjú hola, en Fleetwood fór á holu í höggi. Sjá má magnað högg Fleetwood hér að neðan. INCREDIBLE!@TommyFleetwood1 makes a hole-in-one at the par-3 16th.It's his second consecutive tournament with an ace. pic.twitter.com/EeEOK7gcch— PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2021 Masters-mótið í golfi er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Golf og þá má finna allskyns skemmtileg myndbönd og stöðuna mótsins á Twitter-síðu PGA-mótaraðarinnar sem og Twitter-síðu Masters-mótsins. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Meistarinn lék á 74 höggum Dustin Johnson, ríkjandi meistari á Masters-mótinu, í golfi, fór fyrsta hring mótsins á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. 8. apríl 2021 20:30 Golfkastararnir hafa mikla trú á Justin Thomas á Masters Strákarnir í Golfkastinu telja Justin Thomas líklegan til afreka á Masters-mótinu sem hefst í dag. 8. apríl 2021 15:31 Dustin Johnson talinn líklegastur til að klæðast græna jakkanum annað árið í röð Masters mótið í golfi hefst í kvöld og þrátt fyrir að aðeins fimm mánuðir séu síðan Dustin Johnson sigraði mótið í fyrra er mikil eftivænting fyrir mótinu í ár. Þetta er í 85. sinn sem mótið er haldið á Augusta National vellinum og Johnson er talinn líklegur til að verja titilinn. 8. apríl 2021 13:30 Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn. 8. apríl 2021 08:00 Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7. apríl 2021 19:31 Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. 7. apríl 2021 15:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn hóf hringinn á því að fara fyrstu holu á einu höggi yfir pari. Hann náði sér á strik er hann var hálfnaður með hringinn og leit ekki um öxl eftir það. Fékk hann til að mynda fimm fugla á síðustu sjö holunum. Justin Rose is -9 through his last 10 holes Watch the end of the first round of #themasters on ESPN pic.twitter.com/X1dAhiZ07k— ESPN (@espn) April 8, 2021 Rose er eins og áður sagi á sjö höggum undir pari og er með fjögurra högga forystu á þá Brian Harman frá Bandaríkjunum og Hideki Matsuyama frá Japan. Spánverjinn Jon Ram er ásamt öðrum kylfingum á pari vallarins og meistarinn frá því í fyrra, Dustin Johnson, fór hringinn á tveimur höggum yfir pari. Högg dagsins átti þó líklega Tommy Fleetwood á 16. holu, sem er par þrjú hola, en Fleetwood fór á holu í höggi. Sjá má magnað högg Fleetwood hér að neðan. INCREDIBLE!@TommyFleetwood1 makes a hole-in-one at the par-3 16th.It's his second consecutive tournament with an ace. pic.twitter.com/EeEOK7gcch— PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2021 Masters-mótið í golfi er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Golf og þá má finna allskyns skemmtileg myndbönd og stöðuna mótsins á Twitter-síðu PGA-mótaraðarinnar sem og Twitter-síðu Masters-mótsins. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Meistarinn lék á 74 höggum Dustin Johnson, ríkjandi meistari á Masters-mótinu, í golfi, fór fyrsta hring mótsins á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. 8. apríl 2021 20:30 Golfkastararnir hafa mikla trú á Justin Thomas á Masters Strákarnir í Golfkastinu telja Justin Thomas líklegan til afreka á Masters-mótinu sem hefst í dag. 8. apríl 2021 15:31 Dustin Johnson talinn líklegastur til að klæðast græna jakkanum annað árið í röð Masters mótið í golfi hefst í kvöld og þrátt fyrir að aðeins fimm mánuðir séu síðan Dustin Johnson sigraði mótið í fyrra er mikil eftivænting fyrir mótinu í ár. Þetta er í 85. sinn sem mótið er haldið á Augusta National vellinum og Johnson er talinn líklegur til að verja titilinn. 8. apríl 2021 13:30 Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn. 8. apríl 2021 08:00 Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7. apríl 2021 19:31 Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. 7. apríl 2021 15:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Meistarinn lék á 74 höggum Dustin Johnson, ríkjandi meistari á Masters-mótinu, í golfi, fór fyrsta hring mótsins á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. 8. apríl 2021 20:30
Golfkastararnir hafa mikla trú á Justin Thomas á Masters Strákarnir í Golfkastinu telja Justin Thomas líklegan til afreka á Masters-mótinu sem hefst í dag. 8. apríl 2021 15:31
Dustin Johnson talinn líklegastur til að klæðast græna jakkanum annað árið í röð Masters mótið í golfi hefst í kvöld og þrátt fyrir að aðeins fimm mánuðir séu síðan Dustin Johnson sigraði mótið í fyrra er mikil eftivænting fyrir mótinu í ár. Þetta er í 85. sinn sem mótið er haldið á Augusta National vellinum og Johnson er talinn líklegur til að verja titilinn. 8. apríl 2021 13:30
Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn. 8. apríl 2021 08:00
Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. 7. apríl 2021 19:31
Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. 7. apríl 2021 15:00