Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 16:07 Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Hrafnkell Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18
„Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36