Styrkur til að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni Heimsljós 8. apríl 2021 14:01 Ljósmynd frá Viktoríuvatni gunnisal Fyrirtækið Intellecon hf. fær 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Samstarfssjóður utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur veitt íslenska fyrirtækinu Intellecon hf. 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Verkefnið er til tveggja ára og verður unnið með Fiskveiðistofnun Viktoríuvatns sem hefur það hlutverk að samhæfa stjórnun og þróun fiskveiða í þessu stærsta stöðuvatni Afríku. Sú stofnun er rekin af Austur-Afríkusambandinu. Þrjú ríki eiga land að Viktoríuvatni, Úganda, Tansanía og Kenía, en höfuðstöðvar Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (Lake Victoria Fisheries Organization, LVFO) eru í Jinja í Úganda. Að sögn Gunnars Haraldssonar hagfræðings og framkvæmdastjóra Intellecon hafa fiskveiðar í Viktoríuvatni aukist hratt á síðustu árum og sífellt fleira fólk hefur lífsviðurværi sitt af því sem vatnið gefur. „Fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru ekki reknar á sjálfbæran hátt fremur en víða annars staðar. Þær fela í sér bæði efnahagslega sóun og valda umhverfisskaða og framlag þeirra til velsældar fiskveiðisamfélaganna umhverfis vatnið er miklu minna en það gæti verið. Þar sem fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru miklar og verðmætar nemur tjónið af þessum sökum háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Gunnar. Grunnmarkmiðið með verkefninu er tvíþætt að sögn Gunnars. Það er í fyrsta lagi að hanna stjórnskipan fiskveiða fyrir Viktoríuvatn sem nær því að hámarka efnahagslegan ávinning af fiskveiðunum og samtímis að styrkja fiskveiðisamfélögin, vernda umhverfisgæði umhverfis vatnið og bæta lífríkið í vatninu. Annað meginmarkmið er að útfæra áætlun um innleiðingu þessarar stjórnskipunar fiskveiða í vatninu og meta viðkomandi kostnað, ábata og áhættu. Verkefnið hófst í byrjun aprílmánaðar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Kenía Tansanía Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent
Samstarfssjóður utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur veitt íslenska fyrirtækinu Intellecon hf. 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Verkefnið er til tveggja ára og verður unnið með Fiskveiðistofnun Viktoríuvatns sem hefur það hlutverk að samhæfa stjórnun og þróun fiskveiða í þessu stærsta stöðuvatni Afríku. Sú stofnun er rekin af Austur-Afríkusambandinu. Þrjú ríki eiga land að Viktoríuvatni, Úganda, Tansanía og Kenía, en höfuðstöðvar Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (Lake Victoria Fisheries Organization, LVFO) eru í Jinja í Úganda. Að sögn Gunnars Haraldssonar hagfræðings og framkvæmdastjóra Intellecon hafa fiskveiðar í Viktoríuvatni aukist hratt á síðustu árum og sífellt fleira fólk hefur lífsviðurværi sitt af því sem vatnið gefur. „Fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru ekki reknar á sjálfbæran hátt fremur en víða annars staðar. Þær fela í sér bæði efnahagslega sóun og valda umhverfisskaða og framlag þeirra til velsældar fiskveiðisamfélaganna umhverfis vatnið er miklu minna en það gæti verið. Þar sem fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru miklar og verðmætar nemur tjónið af þessum sökum háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Gunnar. Grunnmarkmiðið með verkefninu er tvíþætt að sögn Gunnars. Það er í fyrsta lagi að hanna stjórnskipan fiskveiða fyrir Viktoríuvatn sem nær því að hámarka efnahagslegan ávinning af fiskveiðunum og samtímis að styrkja fiskveiðisamfélögin, vernda umhverfisgæði umhverfis vatnið og bæta lífríkið í vatninu. Annað meginmarkmið er að útfæra áætlun um innleiðingu þessarar stjórnskipunar fiskveiða í vatninu og meta viðkomandi kostnað, ábata og áhættu. Verkefnið hófst í byrjun aprílmánaðar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Kenía Tansanía Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent