Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 11:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira