Valdís Þóra: „Ég er stolt af því sem ég hef náð“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2021 11:00 Valdís Þóra Jónsdóttir hefur glímt við erfið meiðsli. vísir/sigurjón Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún væri hætt atvinnumennsku í golfi. Valdís segir í tilkynningu sinni að stanslaus sársauki seinustu þrjú ár sé ástæða ákvörðunarinnar. Hún segir það ákveðin létti að vera búin að taka þessa ákvörðun. „Þetta er bara samblanda af því að vera mjög erfitt og sorglegt, en á sama tíma líka smá léttir,“ sagði Valdís Þóra í viðtali í gær. Eins og áður segir voru það miklir verkir seinustu ár sem urðu til þess að Valdís tók þessa ákvörðun. „Ég var að vakna ef ég fór í ákveðnar stellingar, ég velti mér yfir á vinstri og velti mér yfir á hægri. Ég gat ekki sest upp í rúminu eins og þrítug manneskja á að geta gert.“ „Það var svosem lítið annað í stöðunni, ég á alveg nokkur ár eftir lifandi, vonandi mörg. Ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum.“ Valdís Þóra varð Evrópumeistari með íslenska landsliðinu 2018.vísir/sigurjón Valdís horfir til baka yfir ferilinn með stolti. „Auðvitað voru einhver markmið sem ég náði ekki og það er eitthvað sem ég þarf bara að sætta mig við. En ég held að ég sé bara stolt af því sem ég hef náð.“ Viðtalið við Valdísi má sjá hér fyrir neðan. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Þetta er bara samblanda af því að vera mjög erfitt og sorglegt, en á sama tíma líka smá léttir,“ sagði Valdís Þóra í viðtali í gær. Eins og áður segir voru það miklir verkir seinustu ár sem urðu til þess að Valdís tók þessa ákvörðun. „Ég var að vakna ef ég fór í ákveðnar stellingar, ég velti mér yfir á vinstri og velti mér yfir á hægri. Ég gat ekki sest upp í rúminu eins og þrítug manneskja á að geta gert.“ „Það var svosem lítið annað í stöðunni, ég á alveg nokkur ár eftir lifandi, vonandi mörg. Ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum.“ Valdís Þóra varð Evrópumeistari með íslenska landsliðinu 2018.vísir/sigurjón Valdís horfir til baka yfir ferilinn með stolti. „Auðvitað voru einhver markmið sem ég náði ekki og það er eitthvað sem ég þarf bara að sætta mig við. En ég held að ég sé bara stolt af því sem ég hef náð.“ Viðtalið við Valdísi má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira