Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 09:56 Kolbeinn Óttarsson Proppé tjáir sig einlæglega um prófkjörsugg en rafrænt forval verður haldið um helgina og ræðst þá hvernig raðast á lista VG í Suðurkjördæmi. vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. „Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
„Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira