Sérreglur fyrir ákveðna hópa erfiðar í framkvæmd Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 19:16 Sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að sóttvarnareglur voru hertar 25. mars. Eldri borgarar eru á meðal tryggustu gesta baðstaða á landinu. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, lýsti því sem góðri hugmynd að hleypa eldri borgunum í sund nú þegar flestir yfir sjötugu hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar í mars. Það gæti þó verið afar erfitt í framkvæmd að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp eins og bólusetta eldri borgara að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann að slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld hafi lent í vandræðum þar. „Ég er ekki endilega viss um að á þessu stigi munum við fara út í það. Við höfum reynt að vera með almennar reglur og ekki verið að undanskilja þá sem eru bólusettir eða fengið Covid neitt sérstaklega. Það gæti verið mjög erfitt í framkvæmd og yrði mjög erfitt að hafa eftirlit með því,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að gefa það út nákvæmlega við hvaða mörk yrði hægt að aflétta hinum eða þessum sóttvarnaaðgerðum. Þegar góðri útbreiðslu bólusetninga væri náð, um 50% þjóðarinnar, ætti að vera hægt að byrja að slaka á en ýmsu væru þó enn ósvarað um faraldurinn sjálfan og bólusetningar, þar á meðal um hvernig mismunandi afbrigði veirunnar hegða sér og hvort bólusettir geti borið smit á milli fólks. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér að þróunin verði hæg fram á sumarið en ef bólusetningar ganga vel áfram hilli undir að hægt verði að slaka á takmörkunum. „Við verðum að vera viðbúin alls konar uppákomum í þessu,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið við sóttvarnalækni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, lýsti því sem góðri hugmynd að hleypa eldri borgunum í sund nú þegar flestir yfir sjötugu hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar í mars. Það gæti þó verið afar erfitt í framkvæmd að slaka á sóttvarnareglum fyrir tiltekinn hóp eins og bólusetta eldri borgara að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann að slíkt hefði verið reynt erlendis og yfirvöld hafi lent í vandræðum þar. „Ég er ekki endilega viss um að á þessu stigi munum við fara út í það. Við höfum reynt að vera með almennar reglur og ekki verið að undanskilja þá sem eru bólusettir eða fengið Covid neitt sérstaklega. Það gæti verið mjög erfitt í framkvæmd og yrði mjög erfitt að hafa eftirlit með því,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki hægt að gefa það út nákvæmlega við hvaða mörk yrði hægt að aflétta hinum eða þessum sóttvarnaaðgerðum. Þegar góðri útbreiðslu bólusetninga væri náð, um 50% þjóðarinnar, ætti að vera hægt að byrja að slaka á en ýmsu væru þó enn ósvarað um faraldurinn sjálfan og bólusetningar, þar á meðal um hvernig mismunandi afbrigði veirunnar hegða sér og hvort bólusettir geti borið smit á milli fólks. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér að þróunin verði hæg fram á sumarið en ef bólusetningar ganga vel áfram hilli undir að hægt verði að slaka á takmörkunum. „Við verðum að vera viðbúin alls konar uppákomum í þessu,“ sagði hann. Hægt er að hlusta á viðtalið við sóttvarnalækni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira