Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið haldi sér uppi. Keflvíkingar urðu sér til skammar síðast þegar þeir léku í efstu deild, 2018. Þá unnu þeir ekki leik og fengu aðeins fjögur stig. Eysteinn Hauksson, sem tók við Keflvíkingum um mitt tímabil 2018, stýrði liðinu í Lengjudeildinni 2019 þar sem það lenti í 5. sæti. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í kjölfarið ráðinn sem meðþjálfari Keflavíkur og saman rifu þeir Eysteinn liðið upp og það vann Lengjudeildina í fyrra. Keflvíkingar spiluðu skemmtilegan sóknarbolta og skoruðu mikið, alls 57 mörk í nítján leikjum. Ástralski framherjinn Joey Gibbs fór hamförum og var langmarkahæstur í Lengjudeildinni með 21 mark. Afar spennandi verður að sjá hvernig honum tekst upp í Pepsi Max-deildinni í sumar. Keflvíkingar hafa flakkað milli deilda undanfarin ár og vilja festa sig aftur í sessi í deild þeirra bestu, þar sem þeim finnst þeir eiga heima. Síðasta tímabil hjá Keflavík Sæti: 1 Stig: 43 Mörk: 57 Mörk á sig: 27 Markahæstur: Joey Gibbs (21) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Keflavíkur.vísir/toggi Ísak Óli Ólafsson (f. 2000): Uppalinn Keflavíkingur og reynslumikill miðað við aldur. Fór til Danmerkur 2019 en hefur lítið spilað þar og var lánaður til uppeldisfélagsins út tímabilið. Þekkir hvern krók og kima í Keflavík og ætti því ekki að vera lengi að aðlagast. Var hluti af U-21 árs landsliði Íslands sem fór á EM nú fyrir skömmu. Vill eflaust sýna hvað hann getur í efstu deild hér á landi en hann var hluti af liði Keflavíkur sem fékk aðeins fjögur stig sumarið 2018. Frans Elvarsson (f. 1990): Miðjumaður sem býr yfir mikilli reynslu. Spilað alls 102 leiki í efstu deild og 119 í næstefstu deild með Keflavík. Naut sín vel í skemmtilegu leikkerfi liðsins á síðustu leiktíð þar sem hann sér um að stjórna spili liðsins og gerði það fantavel. Mun fá töluvert minni tíma á boltann í sumar og mun þurfa að spila meiri vörn en á síðustu leiktíð. Líkt og aðrir Keflvíkingar sem voru í liðinu 2018 vill hann eiga gott sumar til að þurrka það úr minni fólks. Joey Gibbs (f. 1992): Markamaskína frá Ástralíu. Hvernig Gibbs endaði í Keflavík er rannsóknarefni. Kom eins og stormsveipur inn í íslenskan fótbolta síðasta sumar og skoraði 22 mörk í 21 leik í deild og bikar. Skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, þar af þrennu áður en æfinga- og keppnisbannið skall á. Fær nú tækifæri í efstu deild en við höfum á undanförnum árum séð leikmenn raða inn mörkum í næstefstu deild en koðna niður þegar komið er á stóra sviðið. Keflavíkingar liggja eflaust á bæn um að það gerist ekki í sumar. Ísak Óli Ólafsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs.vísir/bára/vilhelm/hafliði breiðfjörð Leikstíllinn Í þremur orðum: Áhugaverður, opinn og sókndjarfur. Keflavík kemur upp í deild þeirra bestu með nokkuð fastmótaðan leikstíl. Liðið leggur mjög mikið upp úr góðum sóknarleik og skoraði mest allra í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Lagt er upp með að spila út frá markverði í markspyrnum. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður, mun að öllum líkindum reyna að spila boltanum út undir öllum kringumstæðum þó það geti komið einn og einn langur bolti upp völlinn sé liðið undir mikilli pressu. Keflvíkingar pressa hátt og pressa markvörð mótherjans nær alltaf. Pressa undantekningarlaust markspyrnur ef mótherjinn er líklegur til að spila út frá markverði. Keflvíkingar spila mjög skemmtilega og sókndjarfa útfærslu af hinu hefðbundnu 4-4-2 leikkerfi. Þegar liðið sækir breytist leikkerfið þó og tekur á sig aðra mynd. Annar af miðjumönnum liðsins, oftast nær Frans, kemur niður í öftustu línu til að fá boltann. Hann tekur sér stöðu milli miðvarða liðsins sem draga sig til hliðar á meðan bakverðirnir fara upp völlinn. Sá sem er frammi með Joey Gibbs fær svo það hlutverk að draga sig niður í svæðið á milli varnar og miðju mótherjans. Liðið leitar mikið upp vinstri vænginn þar sem vængmaðurinn (Marley Blair) sækir inn að marki á meðan bakvörðurinn efnilegi Rúnar Þór Sigurgeirsson er upp og niður vænginn líkt og rennilás. Markaðurinn vísir/toggi Keflvíkingar hafa krækt í þrjá erlenda leikmenn til að efla sóknarleik sinn fyrir sumarið. Marley Blair er 21 árs kantmaður sem lék með ungmennaliðum Liverpool og Burnley en náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið ensku úrvalsdeildarfélaganna. Christian Volesky er bandarískur sóknarmaður sem leikið hefur í næstefstu deild Bandaríkjanna um árabil og skoraði fimm mörk í sextán leikjum með Colorado Springs í fyrra. Oliver Kelaart er svo Ástrali sem lék í 4. deild í fyrra, og skoraði þar 10 mörk í 14 leikjum með Kormáki/Hvöt. Keflvíkingar, sem héldu öllum sínum helstu leikmönnum frá síðustu leiktíð, kættust mjög þegar Ísak Óli Ólafsson ákvað að snúa heim að láni frá SönderjyskE. Hann er öflugur miðvörður og yngri bróðir Sindra markvarðar. Bakvörðurinn Ástbjörn Þórðarson heldur svo áfram í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa leikið þar með Gróttu sem lánsmaður frá KR í fyrra. Hvað vantar? Keflavíkurliðið virðist fyrir fram frekar jafnt og hafa náð að fylla upp í þær stöður sem til þurfti. Tímabilið er þó langt og orkumikill, varnarsinnaður miðjumaður myndi líklega styrkja hópinn mest. Að lokum Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu.vísir/vilhelm Keflvíkingar hafa unnið vel í sínum málum eftir martraðartímabilið 2018. Þar á bæ hafa verið teknar skynsamar ákvarðanir á félagaskiptamarkaðnum, Keflvíkingar eru með spennandi uppalda stráka eins og Davíð Snæ og Rúnari Þór og Sigurður Ragnar hefur átt góða innkomu í félagið. Keflvíkingar eru með sterkari hóp en hinir nýliðarnir, Leiknismenn, og virðast jafnvel standa Skagamönnum framar eins og staðan er núna. Gibbs ræður auðvitað miklu um gengi Keflavíkur í sumar. Dæmin um framherja sem hafa skorað eins og óðir menn í næstefstu deild en varla getað keypt sér mark í þeirri efstu eru mörg og stuðningsmenn Keflavíkur vonast til að Ástralinn falli ekki í þann hóp. Ef hann stendur sig á stóra sviðinu gætu Keflvíkingar átt ágætis tímabil í vændum. Þeir fá allavega fleiri en stig en síðast. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið haldi sér uppi. Keflvíkingar urðu sér til skammar síðast þegar þeir léku í efstu deild, 2018. Þá unnu þeir ekki leik og fengu aðeins fjögur stig. Eysteinn Hauksson, sem tók við Keflvíkingum um mitt tímabil 2018, stýrði liðinu í Lengjudeildinni 2019 þar sem það lenti í 5. sæti. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í kjölfarið ráðinn sem meðþjálfari Keflavíkur og saman rifu þeir Eysteinn liðið upp og það vann Lengjudeildina í fyrra. Keflvíkingar spiluðu skemmtilegan sóknarbolta og skoruðu mikið, alls 57 mörk í nítján leikjum. Ástralski framherjinn Joey Gibbs fór hamförum og var langmarkahæstur í Lengjudeildinni með 21 mark. Afar spennandi verður að sjá hvernig honum tekst upp í Pepsi Max-deildinni í sumar. Keflvíkingar hafa flakkað milli deilda undanfarin ár og vilja festa sig aftur í sessi í deild þeirra bestu, þar sem þeim finnst þeir eiga heima. Síðasta tímabil hjá Keflavík Sæti: 1 Stig: 43 Mörk: 57 Mörk á sig: 27 Markahæstur: Joey Gibbs (21) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Keflavíkur.vísir/toggi Ísak Óli Ólafsson (f. 2000): Uppalinn Keflavíkingur og reynslumikill miðað við aldur. Fór til Danmerkur 2019 en hefur lítið spilað þar og var lánaður til uppeldisfélagsins út tímabilið. Þekkir hvern krók og kima í Keflavík og ætti því ekki að vera lengi að aðlagast. Var hluti af U-21 árs landsliði Íslands sem fór á EM nú fyrir skömmu. Vill eflaust sýna hvað hann getur í efstu deild hér á landi en hann var hluti af liði Keflavíkur sem fékk aðeins fjögur stig sumarið 2018. Frans Elvarsson (f. 1990): Miðjumaður sem býr yfir mikilli reynslu. Spilað alls 102 leiki í efstu deild og 119 í næstefstu deild með Keflavík. Naut sín vel í skemmtilegu leikkerfi liðsins á síðustu leiktíð þar sem hann sér um að stjórna spili liðsins og gerði það fantavel. Mun fá töluvert minni tíma á boltann í sumar og mun þurfa að spila meiri vörn en á síðustu leiktíð. Líkt og aðrir Keflvíkingar sem voru í liðinu 2018 vill hann eiga gott sumar til að þurrka það úr minni fólks. Joey Gibbs (f. 1992): Markamaskína frá Ástralíu. Hvernig Gibbs endaði í Keflavík er rannsóknarefni. Kom eins og stormsveipur inn í íslenskan fótbolta síðasta sumar og skoraði 22 mörk í 21 leik í deild og bikar. Skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, þar af þrennu áður en æfinga- og keppnisbannið skall á. Fær nú tækifæri í efstu deild en við höfum á undanförnum árum séð leikmenn raða inn mörkum í næstefstu deild en koðna niður þegar komið er á stóra sviðið. Keflavíkingar liggja eflaust á bæn um að það gerist ekki í sumar. Ísak Óli Ólafsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs.vísir/bára/vilhelm/hafliði breiðfjörð Leikstíllinn Í þremur orðum: Áhugaverður, opinn og sókndjarfur. Keflavík kemur upp í deild þeirra bestu með nokkuð fastmótaðan leikstíl. Liðið leggur mjög mikið upp úr góðum sóknarleik og skoraði mest allra í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Lagt er upp með að spila út frá markverði í markspyrnum. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður, mun að öllum líkindum reyna að spila boltanum út undir öllum kringumstæðum þó það geti komið einn og einn langur bolti upp völlinn sé liðið undir mikilli pressu. Keflvíkingar pressa hátt og pressa markvörð mótherjans nær alltaf. Pressa undantekningarlaust markspyrnur ef mótherjinn er líklegur til að spila út frá markverði. Keflvíkingar spila mjög skemmtilega og sókndjarfa útfærslu af hinu hefðbundnu 4-4-2 leikkerfi. Þegar liðið sækir breytist leikkerfið þó og tekur á sig aðra mynd. Annar af miðjumönnum liðsins, oftast nær Frans, kemur niður í öftustu línu til að fá boltann. Hann tekur sér stöðu milli miðvarða liðsins sem draga sig til hliðar á meðan bakverðirnir fara upp völlinn. Sá sem er frammi með Joey Gibbs fær svo það hlutverk að draga sig niður í svæðið á milli varnar og miðju mótherjans. Liðið leitar mikið upp vinstri vænginn þar sem vængmaðurinn (Marley Blair) sækir inn að marki á meðan bakvörðurinn efnilegi Rúnar Þór Sigurgeirsson er upp og niður vænginn líkt og rennilás. Markaðurinn vísir/toggi Keflvíkingar hafa krækt í þrjá erlenda leikmenn til að efla sóknarleik sinn fyrir sumarið. Marley Blair er 21 árs kantmaður sem lék með ungmennaliðum Liverpool og Burnley en náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið ensku úrvalsdeildarfélaganna. Christian Volesky er bandarískur sóknarmaður sem leikið hefur í næstefstu deild Bandaríkjanna um árabil og skoraði fimm mörk í sextán leikjum með Colorado Springs í fyrra. Oliver Kelaart er svo Ástrali sem lék í 4. deild í fyrra, og skoraði þar 10 mörk í 14 leikjum með Kormáki/Hvöt. Keflvíkingar, sem héldu öllum sínum helstu leikmönnum frá síðustu leiktíð, kættust mjög þegar Ísak Óli Ólafsson ákvað að snúa heim að láni frá SönderjyskE. Hann er öflugur miðvörður og yngri bróðir Sindra markvarðar. Bakvörðurinn Ástbjörn Þórðarson heldur svo áfram í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa leikið þar með Gróttu sem lánsmaður frá KR í fyrra. Hvað vantar? Keflavíkurliðið virðist fyrir fram frekar jafnt og hafa náð að fylla upp í þær stöður sem til þurfti. Tímabilið er þó langt og orkumikill, varnarsinnaður miðjumaður myndi líklega styrkja hópinn mest. Að lokum Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu.vísir/vilhelm Keflvíkingar hafa unnið vel í sínum málum eftir martraðartímabilið 2018. Þar á bæ hafa verið teknar skynsamar ákvarðanir á félagaskiptamarkaðnum, Keflvíkingar eru með spennandi uppalda stráka eins og Davíð Snæ og Rúnari Þór og Sigurður Ragnar hefur átt góða innkomu í félagið. Keflvíkingar eru með sterkari hóp en hinir nýliðarnir, Leiknismenn, og virðast jafnvel standa Skagamönnum framar eins og staðan er núna. Gibbs ræður auðvitað miklu um gengi Keflavíkur í sumar. Dæmin um framherja sem hafa skorað eins og óðir menn í næstefstu deild en varla getað keypt sér mark í þeirri efstu eru mörg og stuðningsmenn Keflavíkur vonast til að Ástralinn falli ekki í þann hóp. Ef hann stendur sig á stóra sviðinu gætu Keflvíkingar átt ágætis tímabil í vændum. Þeir fá allavega fleiri en stig en síðast.
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04