Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira