Tuchel staðfesti að Rudiger byrji þrátt fyrir lætin á æfingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 20:30 Antonio Rüdiger byrjar leik Chelsea gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. EPA-EFE/Mike Hewitt Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger og spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga lenti saman á æfingu Chelsea á sunnudag. Samherjar þeirra þurftu að stíga inn í til að koma í veg fyrir að leikmennirnir létu hnefana tala. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira