Man City þarf ekki að vinna Meistaradeildina til að sanna að það sé meðal stærstu félaga heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 10:30 Pep vill fara lengra í Meistaradeildinni en Man City hefur tekist undanfarin ár. Manchester City/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir félagið ekki þurfa að vinna Meistaradeildina til að sýna fram á að félagið sé eitt af þeim stærstu í heimi. Það mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum í kvöld. Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Þrátt fyrir gott gengi í Englandi undanfarin ár hefur Manchester City ekki komist nálægt því að vinna Meistaradeild Evrópu. Á meðan Man City er með níu fingur á enska meistaratitlinum er Dortmund í stökustu vandræðum með að komast upp í Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en liðin mætast eins og áður sagði í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lærisveinar Pep ættu að eiga greiða leið í undanúrslit keppninnar en félagið hefur runnið á álíka bananahýðum í gengum tíðina. Til að mynda gegn Lyon á síðustu leiktíð. Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins tók Pep fyrir að City yrði að vinna Meistaradeildina til að komast í sama flokk og stærstu félög í heimi, félagið væri nú þegar þar. „Við erum nú þegar stórt félag. Auðvitað vilja allir hér, ég og leikmennirnir, gera betur en við höfum gert í Meistaradeildinni til þessa. Við viljum það en það mun ekki gerast ef við spilum ekki vel,“ sagði Pep á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami og fyrir síðasta leik og þar á undan. Sá sami og síðustu tvo til fjóra mánuði. Á endanum er þetta fótboltaleikur þar sem 11 leikmenn mæta 11 leikmönnum og við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ bætti hann við. Pep ræddi einnig þá staðreynd að félagið hefði til þessa ákveðið að eyða ekki 100 milljónum punda í einn leikmann en það gæti þó breyst í framtíðinni. Mikil umræða hefur skapast í kringum Man City og Jack Grealish. Talið er að Aston Villa vilji 100 milljónir fyrir leikmanninn og því var svar Pep forvitnilegt fyrir margar sakir. Varðandi tapið gegn Lyon í fyrra „Sá leikur var í höfðinu á mér í margar vikur. Það var mjög sársaukafullt. Þetta var síðasti leikurinn á tímabilinu og við vildum fara áfram. Við óskuðum Lyon til hamingju og sættum okkur við þá staðreynd að við hefðum ekki spilað nægilega vel. Eftir nokkra daga vaknaði maður og fór að undirbúa næstu leiktíð. Hingað erum við komnir á nýjan leik og munum reyna aftur.“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45 en Real Madrid mætir Liverpool í hinum leiknum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti