„Já, ég hef ákveðið að gefa kost á mér til starfa í stjórnmálum á ný. Í dag rennur út frestur til að skrá sig til liðs við VG í Kraganum, og taka þátt í vali á lista flokksins þar,“ skrifar Kolbrún á Facebook-síðu sína.
Kolbrún býður sig fram í Kraganum, en hún var Reykjavíkurþingmaður fyrir Vinstri græna frá árinu 1999 til 2009. Þá var hún umhverfisráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála árið 2009.