Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2021 12:36 Jón Magnússon, lögmaður. VÍSIR Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06