„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 19:12 Lögregla og heilbrigðisstarfsfólk við sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Vísir/Arnar Halldórsson Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. Kröfugerð frá sóttvarnalækni var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna gesta sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún sem kröfðust þess að fá að ljúka sóttkví heima hjá sér. „Það verður vonandi kveðinn upp úrskurður eins fljótt og verða má. Ég bind vonir við að það geti orðið á morgun en dómari svo sem lofaði engu í þeim efnum. Þetta er náttúrlega viðamikið mál og gríðarlega veigamiklir hagsmunir, ekki bara okkar umbjóðenda heldur líka allra þeirra tvö hundruð einstaklinga sem eru núna frelsissviptir uppi í þessu sóttkvíarhóteli,“ segir Ómar. „Dómarinn gaf nú frekar til kynna að þetta gæti tekið dálítinn tíma,“ segir Ómar. „Það voru vel fluttar og góðar ræður af hálfu allra sakflytjenda beggja vegna borðsins þannig að dómari hefur margt að íhuga.“ Vonar að stjórnvöld breyti reglugerð Fyrirtaka hófst síðdegis og var þinghald lokað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að honum þyki sérkennilegt að þurfa að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verða þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm sem Ómari er kunnugt um. „Ég hef trú á málstað míns umbjóðenda og það er ekki annað að heyra en að sóttvarnalæknir, eða lögmaður sakflytjenda sóttvarnalæknis, sé þegar aðeins byrjaður að bakka með það hversu vel á að vanda til verka við það að gera þessa reglugerð. Ég vona bara innilega að stjórnvöld séu þegar farin að huga að því hvernig þau geta breytt þessari reglugerð vegna þess að hún gengur ekki upp í því formi sem hún er í í dag,“ segir Ómar. Ómar er einn þriggja lögmanna sem ráku mál sitt fyrir hönd skjólstæðinga sinna í hérðasdómi í dag. „Ég hef fengið tvö önnur mál inn á borð til mín sem varða annars vegar hjón með lítið barn og hins vegar par og ég hef vakið athygli sóttvarnalæknis á því að þessir einstaklingar vilja bera ákvörðun um sóttkví undir dómsstól og annað erindið hefur verið staðfest móttekið en ekki hitt, ég geri ráð fyrir að það gerist bara mjög fljótlega.“ Úrskurður í þeim málum sem rakin voru fyrir rétti í dag sem mögulega er væntanlegur á morgun kann að vera fordæmisgefandi fyrir aðra sem skikkaðir eru í sóttkví á sóttkvíarhóteli. „Þeim sem að þessu máli koma er dálítið þröngur stakkur skorinn hvað varðar það að skjóta málinu til Landsréttar því að það geta verið hjá liðnir þeir hagsmunir sem hægt er að bera undir Landsrétt þegar að að því kemur að niðurstaða liggur fyrir. Það er að segja, þú getur ekki borið undir Landsrétt lögspurningu, þú verður að eiga lögvarða hagsmuni, þú getur ekki lengur kært ákvörðunina ef þú ert ekki lengur bundinn við sóttkvína,“ útskýrir Ómar. Þórólfur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu í gær þar sem hann benti á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Kröfugerð frá sóttvarnalækni var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna gesta sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún sem kröfðust þess að fá að ljúka sóttkví heima hjá sér. „Það verður vonandi kveðinn upp úrskurður eins fljótt og verða má. Ég bind vonir við að það geti orðið á morgun en dómari svo sem lofaði engu í þeim efnum. Þetta er náttúrlega viðamikið mál og gríðarlega veigamiklir hagsmunir, ekki bara okkar umbjóðenda heldur líka allra þeirra tvö hundruð einstaklinga sem eru núna frelsissviptir uppi í þessu sóttkvíarhóteli,“ segir Ómar. „Dómarinn gaf nú frekar til kynna að þetta gæti tekið dálítinn tíma,“ segir Ómar. „Það voru vel fluttar og góðar ræður af hálfu allra sakflytjenda beggja vegna borðsins þannig að dómari hefur margt að íhuga.“ Vonar að stjórnvöld breyti reglugerð Fyrirtaka hófst síðdegis og var þinghald lokað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að honum þyki sérkennilegt að þurfa að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verða þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm sem Ómari er kunnugt um. „Ég hef trú á málstað míns umbjóðenda og það er ekki annað að heyra en að sóttvarnalæknir, eða lögmaður sakflytjenda sóttvarnalæknis, sé þegar aðeins byrjaður að bakka með það hversu vel á að vanda til verka við það að gera þessa reglugerð. Ég vona bara innilega að stjórnvöld séu þegar farin að huga að því hvernig þau geta breytt þessari reglugerð vegna þess að hún gengur ekki upp í því formi sem hún er í í dag,“ segir Ómar. Ómar er einn þriggja lögmanna sem ráku mál sitt fyrir hönd skjólstæðinga sinna í hérðasdómi í dag. „Ég hef fengið tvö önnur mál inn á borð til mín sem varða annars vegar hjón með lítið barn og hins vegar par og ég hef vakið athygli sóttvarnalæknis á því að þessir einstaklingar vilja bera ákvörðun um sóttkví undir dómsstól og annað erindið hefur verið staðfest móttekið en ekki hitt, ég geri ráð fyrir að það gerist bara mjög fljótlega.“ Úrskurður í þeim málum sem rakin voru fyrir rétti í dag sem mögulega er væntanlegur á morgun kann að vera fordæmisgefandi fyrir aðra sem skikkaðir eru í sóttkví á sóttkvíarhóteli. „Þeim sem að þessu máli koma er dálítið þröngur stakkur skorinn hvað varðar það að skjóta málinu til Landsréttar því að það geta verið hjá liðnir þeir hagsmunir sem hægt er að bera undir Landsrétt þegar að að því kemur að niðurstaða liggur fyrir. Það er að segja, þú getur ekki borið undir Landsrétt lögspurningu, þú verður að eiga lögvarða hagsmuni, þú getur ekki lengur kært ákvörðunina ef þú ert ekki lengur bundinn við sóttkvína,“ útskýrir Ómar. Þórólfur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu í gær þar sem hann benti á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira