Handbolti

Viggó skoraði fjögur en það dugði ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart þurftu að sætta sig við tap gegn Kiel í kvöld.
Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart þurftu að sætta sig við tap gegn Kiel í kvöld. Vísir/Vilhelm

Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart heimsóttu Kiel í þýska handboltanum í kvöld. Viggó skoraði fjögur mörk fyrir gestina, en það dugði ekki til og Kiel landaði fimm marka sigri, 33-28.

Stuttgart skoraði fyrsta mark leiksins, en það var í eina skiptið sem þeir voru með forystu í leiknum. 

Þó að Kiel hafi verið yfir allan leikinn er ekki hægt að tala um ójafnan leik. Mikið jafnræði var með liðunum fram á lokamínúturnar, en Kiel náði að hrista Stuttgart menn af sér þegar um fimm mínútur voru eftir.

Jerome Müller var markahæsti maður kvöldsins, en hann skoraði sjö mörk fyrir gestina. Sander Sagosen var markahæstur í liði heimamanna með sex mörk.

Kiel er nú í fjórða sæti þýsku deildarinnar, aðeins einu stigi frá toppnum. Stuttgart er áfram í þrettánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×