Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 19:00 Valgerður kvartar ekki undan dvölinni á sóttvarnahótelinu, né yfir að þurfa að dvelja á öðru sóttvarnahóteli í Noregi eftir tíu daga. Hún hefði þó viljað mega fara út í göngutúr. Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira