Mun farsælla sé að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 16:35 Helga Vala telur mikilvægt að fá úr því skorið hvort lagaheimild sé til staðar til þess að skylda alla farþega frá dökkrauðum svæðum á sóttkvíarhótel, óháð því hvort þeir séu búsettir hér á landi eða séu að ferðast hingað að tilefnislausu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir mikilvægt að heilbrigðisráðherra komi fyrir fund nefndarinnar til þess að benda á þá lagastoð sem sé fyrir hertum aðgerðum á landamærunum. Kallað hefur verið eftir því að nefndin fundi í páskahléi vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel sem kveður á um að allir sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að dvelja þar í sex daga. Sjálf telur hún eðlilegast að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins. „Þetta er frelsissvipting. Það er sambærilegt og einhver er settur í fangaklefa – þó dvöl á hóteli sé aldrei sambærileg við fangaklefa, alls ekki, þá er þetta samt frelsissvipting. Og ef maður ætlar að vera nákvæmur á lögunum þá verður að vera skýr lagaheimild fyrir slíku,“ segir Helga Vala. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi í gær, 1. apríl. Ríflega eitt hundrað manns dvelja því nú á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún, þar sem því er gert að vera þar til það hefur klárað tvær sýnatökur fyrir kórónuveirunni. Reglurnar gilda um alla sem koma frá hinum dökkrauðu svæðum; ferðalöngum til Íslands og íslenskum ríkisborgurum. Ekki hægt að skikka Íslendinga á sóttkvíarhótel Helga Vala segir að það sé ákvörðun ferðamanna að koma hingað, og að þeir séu meðvitaðir um að þeir þurfi að dvelja í sóttvarnarhúsi. Það eigi hins vegar ekki við um íslenska ríkisborgara með lögheimili hér og eigi kost á sóttkví á eigin heimili. „Við höfum talað um það að þú hafir val um að koma hingað. Ef þú viljir ekki vera í sóttvarnarhúsi þá geturðu sleppt því að koma. En það gildir auðvitað ekki um þá sem eru búsettir á Íslandi. Það má aldrei meina íslenskum ríkisborgurum að koma inn í landið,“ segir hún. „Þannig að hvernig landamæralögreglan framkvæmir þetta, að skylda fólk í sóttvarnarhús gegn vilja þeirra – ég sé ekki hvernig það er hægt. Það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá landamærunum.“ Fólk geti sótt rétt sinn Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa kallað eftir að fundað verði vegna málsins nú um páskana. Samþykki allra fulltrúa þarf til þess að af fundinum verði, en Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hefur lagst gegn fundinum. Almennt þurfa allir fulltrúar að gefa samþykki sitt fyrir því að boða til fundar utan hefðbundins tíma, en þegar sérstakar aðstæður skapast getur þriðjungur fulltrúa óskað eftir honum. Það hefur nú verið gert. „Aðrir í stjórnarandstöðunni vilja fund núna, af því að þetta verður að vera alveg skýrt. Við getum ekki beðið í tíu daga. Það eru mörg hundruð manns sem dvelja þá mögulega án lagaheimildar og geta þá sótt einhvers konar bætur eða rétt sinn fyrir dómstólum. Þannig að við þurfum að hafa þetta á hreinu,“ segir Helga Vala. Hún tekur fram að hún sé hlynnt sóttvarnaraðgerðum en að fyrir þeim verði að vera skýrar lagaheimildir. Því sé eðlilegt að ráðherra útskýri hvernig í pottinn sé búið. Hún leggur til að Íslendingar feti í fótspor annarra þjóða sem hafi náð góðum árangri í baráttunni við veiruna. „Íslensk stjórnvöld gætu farið sömu leið og nágrannalönd okkar sum hver og Nýja-Sjáland og Ástralía að hreinlega leyfa ekki ferðalög hingað að tilefnislausu. Þar með erum við búin að taka til hliðar þá sem ekki eru búsettir hér, ekki að koma hingað vegna náinna aðstandenda eða vinnu, og þá erum við strax komin í aðeins einfaldari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að nefndin fundi í páskahléi vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel sem kveður á um að allir sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að dvelja þar í sex daga. Sjálf telur hún eðlilegast að loka fyrir tilefnislaus ferðalög til landsins. „Þetta er frelsissvipting. Það er sambærilegt og einhver er settur í fangaklefa – þó dvöl á hóteli sé aldrei sambærileg við fangaklefa, alls ekki, þá er þetta samt frelsissvipting. Og ef maður ætlar að vera nákvæmur á lögunum þá verður að vera skýr lagaheimild fyrir slíku,“ segir Helga Vala. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi í gær, 1. apríl. Ríflega eitt hundrað manns dvelja því nú á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún, þar sem því er gert að vera þar til það hefur klárað tvær sýnatökur fyrir kórónuveirunni. Reglurnar gilda um alla sem koma frá hinum dökkrauðu svæðum; ferðalöngum til Íslands og íslenskum ríkisborgurum. Ekki hægt að skikka Íslendinga á sóttkvíarhótel Helga Vala segir að það sé ákvörðun ferðamanna að koma hingað, og að þeir séu meðvitaðir um að þeir þurfi að dvelja í sóttvarnarhúsi. Það eigi hins vegar ekki við um íslenska ríkisborgara með lögheimili hér og eigi kost á sóttkví á eigin heimili. „Við höfum talað um það að þú hafir val um að koma hingað. Ef þú viljir ekki vera í sóttvarnarhúsi þá geturðu sleppt því að koma. En það gildir auðvitað ekki um þá sem eru búsettir á Íslandi. Það má aldrei meina íslenskum ríkisborgurum að koma inn í landið,“ segir hún. „Þannig að hvernig landamæralögreglan framkvæmir þetta, að skylda fólk í sóttvarnarhús gegn vilja þeirra – ég sé ekki hvernig það er hægt. Það er ekki hægt að senda fólk í burtu frá landamærunum.“ Fólk geti sótt rétt sinn Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa kallað eftir að fundað verði vegna málsins nú um páskana. Samþykki allra fulltrúa þarf til þess að af fundinum verði, en Guðmundur Ingi Kristinsson hjá Flokki fólksins hefur lagst gegn fundinum. Almennt þurfa allir fulltrúar að gefa samþykki sitt fyrir því að boða til fundar utan hefðbundins tíma, en þegar sérstakar aðstæður skapast getur þriðjungur fulltrúa óskað eftir honum. Það hefur nú verið gert. „Aðrir í stjórnarandstöðunni vilja fund núna, af því að þetta verður að vera alveg skýrt. Við getum ekki beðið í tíu daga. Það eru mörg hundruð manns sem dvelja þá mögulega án lagaheimildar og geta þá sótt einhvers konar bætur eða rétt sinn fyrir dómstólum. Þannig að við þurfum að hafa þetta á hreinu,“ segir Helga Vala. Hún tekur fram að hún sé hlynnt sóttvarnaraðgerðum en að fyrir þeim verði að vera skýrar lagaheimildir. Því sé eðlilegt að ráðherra útskýri hvernig í pottinn sé búið. Hún leggur til að Íslendingar feti í fótspor annarra þjóða sem hafi náð góðum árangri í baráttunni við veiruna. „Íslensk stjórnvöld gætu farið sömu leið og nágrannalönd okkar sum hver og Nýja-Sjáland og Ástralía að hreinlega leyfa ekki ferðalög hingað að tilefnislausu. Þar með erum við búin að taka til hliðar þá sem ekki eru búsettir hér, ekki að koma hingað vegna náinna aðstandenda eða vinnu, og þá erum við strax komin í aðeins einfaldari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24 Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. 2. apríl 2021 14:24
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04