Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 19:01 Frá Fosshótel við Þórunnartún. Undirbúningur stendur nú yfir en von er á fjölda farþega á morgun sem þurfa í sóttkví á hótelinu. Vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Fullir kassar af grímum, hlífðarfötum og sprittbrúsum blasa við þegar gengið er inn á Fosshótel við Þórunnartún enda er verið að búa hótelið undir komu flugfarþega sem verða skikkaðir í sóttkví þar á morgun þegar nýjar landamærareglur taka gildi. Allir sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu sem koma með vélum frá Póllandi, Hollandi og Svíþjóð á morgun fara á hótelið. Á föstudag bætast við fleiri farþegar frá Póllandi. Þegar hótelið fyllist verður hótel í Reykjanesbæ tekið í notkun og unnið er að samningum við BB hótel á Ásbrú. Þá hefur verið samið við Hótel Hallormsstað á Egilsstöðum fyrir farþega úr Norrænu og annað hótel verður á Akureyri. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.vísir/Egill „Okkur var falið að útvega sjö hundruð rými á fjórum stöðum á landinu. Við erum núna komin með rúmlega fjögur hundruð og erum að ganga frá samningum um það sem upp á vantar,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og bætir við að fjöldi herbergja sé miðaður við áætlaðan fjölda ferðamanna. Heildarkostnaður hins opinbera liggur ekki fyrir og er breytilegur eftir fjölda ferðamanna. Farþegar munu greiða tíu þúsund krónur á nóttina fyrir eitt herbergi og fæði. „Það sem þeir greiða vegur mjög þungt í því verði sem við höfum samið um við hótelin. Við höfum fengið þau á mjög góðu verði,“ segir María. Sjúkratryggingum Íslands var falið að semja um og útvega alla þjónustu sem tengist verkefninu. „Það eru þá hótelrými og mannskapur og aðkoma Rauða krossins. Einnig fæði og rútuferðir að hótelinu og skimun á fimmta degi auk almennrar heilbrigðisþjónustu við íbúa þannig að ekki þurfi að flytja þá til læknis út af einhverju smálegu,“ segir María. Hótelin, sem eru kölluð sóttkvíarhótel á meðan þau eru nýtt fyrir ferðamenn í sóttkví, verða á fjórum stöðum á landinu.vísir Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þökk sé okkar frábæru samnings- og samstarfsaðilum og þar eru fremstir í flokki starfsmenn Rauða krossins sem í rauninni gera þetta allt saman mögulegt.“ Spánn var í dag tekinn út af lista yfir áhættusvæði en landið rataði upphaflega á listann þar sem upplýsingar skorti um stöðu faraldursins í einungis einu héraði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir nauðsynlegt að skikka einnig þá sem eru búsettir hér á landi á hótel þar sem erfitt sé að meta sérstaklega hverjum þurfi að fylgjast betur með. „Bara til þess að ná góðum tökum á þessu eins og staðan er núna. Á meðan við erum að reyna kveða þennan faraldur innanlands alveg niður held ég að við þurfum að gera þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira