„Það verður yndislegt fyrir mig að koma aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2021 08:00 Mirim Lee með bikarinn eftir sigur sinn á ANA Inspiration í september í fyrra. Getty/Christian Petersen Fyrsta risamót ársins hjá konunum heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt í ár. ANA Inspiration hefst í dag en þetta er fyrsta risamót ársins 2021 hjá kvenkylfingum heimsins. Hin suður-kóreska Mirim Lee hefur titil að verja eftir ævintýralegan endi sinn í fyrra. ANA Inspiration risamótið fer fram hjá Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf stöðinni. Mótið fer fram í fimmtugasta skiptið í ár en 38 mismunandi kylfingar hafa fagnað sigri í 49 ára sögu mótsins. Mirim Lee frá Suður Kóreu vann ANA Inspiration risamótið í fyrra og það var hennar fyrsti risatitill á ferlinum. Last year, Mirim Lee chipped her way to an incredible victory at the @ANAinspiration The defending champion is back in the field this week pic.twitter.com/9CJbQUHONX— LPGA (@LPGA) March 29, 2021 Mótið var spilað í september á síðasta ári en því seinkaði um fimm mánuði vegna kórónuveirunnar. Það var mikil spenna á ANA Inspiration risamótinu í fyrra og þar þurfti umspil til að fá úrslit. Mirim Lee hafði þá betur eftir þriggja manna umspil á móti Nelly Korda og Brooke Henderson eftir að hafa tryggt sig inn í umspilið með því að fá örn á 72. og síðustu holu mótsins. Nelly Korda og Brooke Henderson höfðu báðar verið með forystuna á lokadeginum en Mirim Lee tryggði sér sigurinn með því að ná fugli á fyrstu holu bráðabanans. „Ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Rancho Mirage sem ríkjandi meistari. Vanalega þarftu að bíða í tólf mánuði eftir að verja titilinn og það er því óvenjulegt að fá þetta mót svona snemma,“ sagði Mirim Lee. Hún hoppaði út í tjörn eftir sigurinn í fyrra. A victory jump into Poppie's Pond. Congratulations, Mirim Lee!pic.twitter.com/nEat32N74g— Golf Digest (@GolfDigest) September 13, 2020 „Það verður samt yndislegt fyrir mig persónulega að koma aftur og rifja upp allar ánægjulegu minningarnar frá því að vinna mótið í fyrra. Ég er leið yfir því að allir frábæru áhorfendurnir fá ekki að mæta núna en ég skil vel þá skynsamlegu ákvörðun þegar við glímum við heimsfaraldur. Við erum allar þakklátar fyrir að fá að keppa á fyrsta risamóti ársins,“ sagði Mirim Lee. Hún var annar suður-kóreski meistari ANA Inspiration í röð og sá þriðji á síðustu fjórum árum. Ko Jin-young vann það árið 2019 og Ryu So-yeon árið 2017. Alls hafa fimm mismunandi suður-kóreskar golfkonur unnið þetta risamót frá árinu 2012. Fjórar þeirra eru með í ár eða Mirim Lee, Ko Jin-young, Ryu So-yeon og Inbee Park. Svíinn Pernilla Lindberg er einnig með en hún er eini sigurvegari mótsins utan Suður-Kóreu frá og með mótinu 2017. Útsending frá fyrsta degi ANA Inspiration hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16.00 í dag. Defending Champion Mirim Lee speaks live with the media at the 2021 @ANAInspiration. https://t.co/FKDYGT05G6— LPGA (@LPGA) March 30, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
ANA Inspiration hefst í dag en þetta er fyrsta risamót ársins 2021 hjá kvenkylfingum heimsins. Hin suður-kóreska Mirim Lee hefur titil að verja eftir ævintýralegan endi sinn í fyrra. ANA Inspiration risamótið fer fram hjá Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf stöðinni. Mótið fer fram í fimmtugasta skiptið í ár en 38 mismunandi kylfingar hafa fagnað sigri í 49 ára sögu mótsins. Mirim Lee frá Suður Kóreu vann ANA Inspiration risamótið í fyrra og það var hennar fyrsti risatitill á ferlinum. Last year, Mirim Lee chipped her way to an incredible victory at the @ANAinspiration The defending champion is back in the field this week pic.twitter.com/9CJbQUHONX— LPGA (@LPGA) March 29, 2021 Mótið var spilað í september á síðasta ári en því seinkaði um fimm mánuði vegna kórónuveirunnar. Það var mikil spenna á ANA Inspiration risamótinu í fyrra og þar þurfti umspil til að fá úrslit. Mirim Lee hafði þá betur eftir þriggja manna umspil á móti Nelly Korda og Brooke Henderson eftir að hafa tryggt sig inn í umspilið með því að fá örn á 72. og síðustu holu mótsins. Nelly Korda og Brooke Henderson höfðu báðar verið með forystuna á lokadeginum en Mirim Lee tryggði sér sigurinn með því að ná fugli á fyrstu holu bráðabanans. „Ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Rancho Mirage sem ríkjandi meistari. Vanalega þarftu að bíða í tólf mánuði eftir að verja titilinn og það er því óvenjulegt að fá þetta mót svona snemma,“ sagði Mirim Lee. Hún hoppaði út í tjörn eftir sigurinn í fyrra. A victory jump into Poppie's Pond. Congratulations, Mirim Lee!pic.twitter.com/nEat32N74g— Golf Digest (@GolfDigest) September 13, 2020 „Það verður samt yndislegt fyrir mig persónulega að koma aftur og rifja upp allar ánægjulegu minningarnar frá því að vinna mótið í fyrra. Ég er leið yfir því að allir frábæru áhorfendurnir fá ekki að mæta núna en ég skil vel þá skynsamlegu ákvörðun þegar við glímum við heimsfaraldur. Við erum allar þakklátar fyrir að fá að keppa á fyrsta risamóti ársins,“ sagði Mirim Lee. Hún var annar suður-kóreski meistari ANA Inspiration í röð og sá þriðji á síðustu fjórum árum. Ko Jin-young vann það árið 2019 og Ryu So-yeon árið 2017. Alls hafa fimm mismunandi suður-kóreskar golfkonur unnið þetta risamót frá árinu 2012. Fjórar þeirra eru með í ár eða Mirim Lee, Ko Jin-young, Ryu So-yeon og Inbee Park. Svíinn Pernilla Lindberg er einnig með en hún er eini sigurvegari mótsins utan Suður-Kóreu frá og með mótinu 2017. Útsending frá fyrsta degi ANA Inspiration hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16.00 í dag. Defending Champion Mirim Lee speaks live with the media at the 2021 @ANAInspiration. https://t.co/FKDYGT05G6— LPGA (@LPGA) March 30, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira