Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 12:09 Margrét Lillý er ekki reið út í móður sína, hún segir hana veika og þurfa aðstoð. Kerfið hafi brugðist þeim báðum. vísir/villi Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01
Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14