Valsmenn eiga tvenn verstu félagaskipti tímabilsins að mati Jóhanns Gunnars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 12:30 Jóhann Gunnar Einarsson valdi fimm félagaskipti sem hafa ekki gengið upp í Olís-deild karla. stöð 2 sport Í Seinni bylgjunni á mánudaginn valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm hálf mislukkuð félagaskipti í Olís-deild karla í vetur. Valsmenn skipa tvö efstu sætin á listanum. „Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Til að reyna að orða þetta fallega eru þetta félagaskipti sem hafa kannski ekki gengið eins vel og menn vonuðst eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Það er samt smá hrós að komast á þennan lista því þetta eru leikmenn sem mér finnst góðir en ekki hafa komið með það inn í sín nýju lið sem ég vonaðist eftir og veit að þeir geta.“ Í sætum fimm og fjögur eru tveir fyrrverandi leikmenn Fjölnis sem söðluðu um í sumar, Björgvin Páll Rúnarsson, sem gekk í raðir ÍR, og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem fór í Aftureldingu. Í 3. sætinu er stórt nafn, Ólafur Gústafsson, sem KA fékk úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Þetta er dálítið leiðinlegt. Hann kom með miklum krafti inn í deildina, raðaði inn mörkum og var aðalgæinn þarna. Þetta hefur ekki mikið með frammistöðu að gera, Óli er þekktur fyrir að vera meiddur og er búinn að missa af 7-8 leikjum í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 vonbrigðafélagaskipti Annað sætið á lista Jóhanns Gunnars skipar Tumi Steinn Rúnarsson sem fór aftur heim í Val fyrir tímabilið eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. „Ég veit ekki hvort Valsararnir eru eitthvað pirraðir út í hann en hann er að spila rosalega lítið. Ég hélt hann myndi spila miklu meira. Mér finnst hann bara spila þegar þeir eru einum fleiri og ef Róbert Aron [Hostert] er meiddur. Annars fær hann ekki margar mínútur,“ sagði Jóhann Gunnar. Hann minntist á frábæra frammistöðu Tuma í sigri Vals á FH en sagði að hann hefði ekki náð að fylgja henni eftir. Á toppi listans er svo samherji Tuma hjá Val, ungverski markvörðurinn Martin Nagy. „Menn voru spenntir og töluðu um að hann væri að verja vel á æfingum og liti vel út. En hann varði ekki blöðru fyrstu tíu umferðirnar, ekki neitt. Þetta var það slæmt að Hreiðar Levý [Guðmundsson] þurfti að koma inn á æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Hingað til, ef maður tekur allt saman, hefur hann ekki staðið sig nógu vel. Undanfarnar 2-3 umferðir hefur hann verið frábær en það vantar meira upp á. Ég set meiri kröfur á útlending sem kemur í deildina. En þeir þurfa tíma.“ Topp fimm lista Jóhanns Gunnars má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira