Viðskipti innlent

Erling aftur til Deloitte

Atli Ísleifsson skrifar
Erling Tómasson.
Erling Tómasson. Deloitte

Erling Tómasson hefur verið ráðinn aftur til starfa hjá Deloitte á Íslandi og verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte í Svíþjóð.

Í tilkynningu segir að Erling muni starfa á sviði Fjármálaráðgjafar Deloitte á Íslandi. Mun hann meðal annars bera ábyrgð á áreiðanleikakönnunum og tengdri þjónustu við kaup og söluferli (M&A Transaction Services), ásamt ráðgjöf vegna undirbúnings fyrir skráningu í kauphöll (IPO Readiness) og annarri þjónustu tengdri fjármálum og fjármögnun fyrirtækja.

„Erling hefur umfangsmikla reynslu af bæði sænska og íslenska markaðnum. Hann starfaði áður sem fjármálastjóri hjá Marine Jet Power AB, félags í eigu fjárfestingarsjóðsins Verdane Capital, og hjá C-RAD AB en þar vann hann meðal annars að skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq.

Áður en Erling flutti til Svíþjóðar stýrði hann áreiðanleikakönnunum hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte á Íslandi. Hann hóf störf á endurskoðunarsviði Deloitte árið 2000, hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2005 og leiddi IFRS-sérfræðihóp Deloitte um árabil. Þá var Erling tekinn inn í eigendahóp Deloitte árið 2007 og starfaði við Fjármálaráðgjöf þar til hann lagði land undir fót árið 2012 og flutti til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×