Vilja breytingar á FIFA og segjast gera allt fyrir leikmenn sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 23:00 Mino Raiola [t.v.] og Jonathan Barrett [t.h.] eru stór nöfn í fótboltaheiminum en þeir vinna sem umboðsmenn. EFE/Alessandro Di Marco Umboðsmennirnir Mino Raiola og Jonathan Barrett hafa sterkar skoðanir á flest öllu sem viðkemur knattspyrnu. Þá sérstaklega á Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og fjölmiðlum í Bretlandi. Raiola og Barrett eru svokallaðir „ofurumboðsmenn“ enda með fjöldan allan af heimsklassa leikmönnum á sínum snærum. Þeir hafa því eðlilega mikið vægi þegar kemur að málum innan knattspyrnunnar. Barett sá til að mynda til þess að Tottenham Hotspur fékk 100 milljónir evra fyrir Gareth Bale árið 2013 er Real Madrid festi kaup á kauða. Hann er að sama skapi ástæðan fyrir því að Bale er á jafn himinháum launum og raun ber vitni. Einnig eru leikmenn á borð við Jack Grealish, Mason Mount og Nick Pope á mála hjá umboðsstofunni ICM/Stellar sem Barrett á hlut í. Einnig eru þar ungir og efnilegir leikmenn á borð við Eduardo Camavinga, Ihrahima Konate og Sergiño Dest. Raiola er hvað frægastur fyrir að koma Paul Pogba frá Manchester United til Juventus og svo aftur til Man United á litlar 105 milljónir evra. Hann er einnig umboðsmaður Zlatan Ibrahimović, Erling Braut Håland, Matthijs de Ligt, Gianluigi Donnarumma, Ryan Gravenberch, Mario Balotelli og fleiri. Barrett og Raiola ræddu allt milli himins og jarðar í ítarlegu viðtali við The Athletic nýverið. Varðandi FIFA Það kom fljótlega í ljós í viðtalinu að þeir félagar eru ekki beint hrifnir af FIFA. Raiola segir spillingu sambandsins það mikla að það þurfi að byggja sambandið upp að nýju, frá grunni. Þeir báðir, sem og margir kollegar þeirra, íhuga að lögsækja FIFA, meira um það hér að neðan. „Munurinn á Jonathan og mér er sá að ég tel að FIFA eigi ekki að vera til. Það er minn draumur – vonandi lifi ég nægilega lengi til að sjá hann verða að veruleika – að við sjáum nýtt og heiðarlegra kerfi innan fótboltans, kerfið í dag er úrelt. Ef það er nýr skandall á hverju ári þá er það ekki tilviljun,“ sagði Raiola meðal annars. Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.Getty „Fyrir mér er FIFA of langt frá leiknum í dag. Sambandið situr nú í fílabeinsturni í Sviss og hefur ekki hugmynd um hvað leikmenn, umboðsmenn eða félög gera. Þeir setja regluverk sem hentar þeim en þeir vita ekkert hvað leikmenn gera, þeir þekkja ekki leikmennina. Sambandið setur upp og skipuleggur stórmót eins og heimsmeistarakeppnina, allt gott og blessað með það. Það ætti samt að halda sig fjarri því sem það þekkir ekki,“ sagði Barnett enn fremur og hélt svo áfram. EXCLUSIVE Mino Raiola and Jonathan Barnett, two of the most powerful agents in the business, talk to @TheAthleticUKPogba, Haaland, Zlatan v LeBron, Bale, Shaw, Grealish, Raiola v Fergie, bringing down FIFA & so much more. These guys can talk ... https://t.co/oFsrITtyyf— Daniel Taylor (@DTathletic) March 30, 2021 „FIFA birtir yfirlýsingu þess efnis að það sé mikil spilling og meira að segja peningaþvætti meðal umboðsmanna í heiminum. Þeir geta samt ekki nefnt eitt einasta dæmi. Það eru fjögur til fimm þúsund umboðsmenn bara í Bretlandi en þeir geta ekki nefnt einn sem hefur verið ákærður.“ „Þessar yfirlýsingar FIFA eru skandall og við höfum látið þá vita að við séum að íhuga lögsókn vegna þess að þetta á ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Að sama skapi getum við sýnt fram á að fjölmargir meðlimir FIFA hafa verið handteknir og eru nú í fanglesi. Ég get sannað það.“ Um bresku pressuna Þeir félagar ræða einnig ímynd umboðsmanna og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar eru þeir illa liðnir af því að fjölmiðlar birta ítrekað neikvæða mynd af þeim. Þeir taka ekki eftir sömu andúð í öðrum löngum Evrópu. Þá segja þeir að leikmenn myndu ekki vilja semja við þá ef þeir væru ekki að standa sig í stykkinu. Það að margir af bestu leikmönnum heims leiti til þeirra segi allt sem segja þurfi. Luke Shaw átti ekki sjö dagana sæla er José Mourinho var þjálfari Manchester United.vísir/getty Þeir taka einnig fram að allt sem þeir geri sé með hagsmuni leikmanna þeirra í huga. Til að mynda er Luke Shaw einn viðskiptavina Barnett. Það hefði verið lítið mál að koma Shaw í burtu frá Manchester United þegar José Mourinho virtist nýta hvert tækifæri til að gera lítið úr enska bakverðinum. Shaw hafi hins vegar viljað vera áfram í Manchester og því hafi Barnett og hans fólk hjálpað honum að byggja upp annars brotna sjálfsmynd. Það hefur heldur betur skilað sér en Luke Shaw er í dag með betri vinstri bakvörðum Englands, ef ekki Evrópu. Viðtalið er enn lengra og má finna í heild sinni á vef The Athletic. Fótbolti FIFA Tengdar fréttir Håland að missa þolinmæðina hjá Dortmund Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð. 22. mars 2021 23:00 Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu. 12. desember 2020 23:00 „Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30 Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. 8. desember 2020 11:30 Umboðsmaður Pogba segir miðjumanninn óhamingjusaman og að hann þurfi að komast frá Manchester Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að miðjumaðurinn sé óhamingjusamur og þurfi að yfirgefa Manchester United hið snarasta. 7. desember 2020 20:31 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Raiola og Barrett eru svokallaðir „ofurumboðsmenn“ enda með fjöldan allan af heimsklassa leikmönnum á sínum snærum. Þeir hafa því eðlilega mikið vægi þegar kemur að málum innan knattspyrnunnar. Barett sá til að mynda til þess að Tottenham Hotspur fékk 100 milljónir evra fyrir Gareth Bale árið 2013 er Real Madrid festi kaup á kauða. Hann er að sama skapi ástæðan fyrir því að Bale er á jafn himinháum launum og raun ber vitni. Einnig eru leikmenn á borð við Jack Grealish, Mason Mount og Nick Pope á mála hjá umboðsstofunni ICM/Stellar sem Barrett á hlut í. Einnig eru þar ungir og efnilegir leikmenn á borð við Eduardo Camavinga, Ihrahima Konate og Sergiño Dest. Raiola er hvað frægastur fyrir að koma Paul Pogba frá Manchester United til Juventus og svo aftur til Man United á litlar 105 milljónir evra. Hann er einnig umboðsmaður Zlatan Ibrahimović, Erling Braut Håland, Matthijs de Ligt, Gianluigi Donnarumma, Ryan Gravenberch, Mario Balotelli og fleiri. Barrett og Raiola ræddu allt milli himins og jarðar í ítarlegu viðtali við The Athletic nýverið. Varðandi FIFA Það kom fljótlega í ljós í viðtalinu að þeir félagar eru ekki beint hrifnir af FIFA. Raiola segir spillingu sambandsins það mikla að það þurfi að byggja sambandið upp að nýju, frá grunni. Þeir báðir, sem og margir kollegar þeirra, íhuga að lögsækja FIFA, meira um það hér að neðan. „Munurinn á Jonathan og mér er sá að ég tel að FIFA eigi ekki að vera til. Það er minn draumur – vonandi lifi ég nægilega lengi til að sjá hann verða að veruleika – að við sjáum nýtt og heiðarlegra kerfi innan fótboltans, kerfið í dag er úrelt. Ef það er nýr skandall á hverju ári þá er það ekki tilviljun,“ sagði Raiola meðal annars. Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.Getty „Fyrir mér er FIFA of langt frá leiknum í dag. Sambandið situr nú í fílabeinsturni í Sviss og hefur ekki hugmynd um hvað leikmenn, umboðsmenn eða félög gera. Þeir setja regluverk sem hentar þeim en þeir vita ekkert hvað leikmenn gera, þeir þekkja ekki leikmennina. Sambandið setur upp og skipuleggur stórmót eins og heimsmeistarakeppnina, allt gott og blessað með það. Það ætti samt að halda sig fjarri því sem það þekkir ekki,“ sagði Barnett enn fremur og hélt svo áfram. EXCLUSIVE Mino Raiola and Jonathan Barnett, two of the most powerful agents in the business, talk to @TheAthleticUKPogba, Haaland, Zlatan v LeBron, Bale, Shaw, Grealish, Raiola v Fergie, bringing down FIFA & so much more. These guys can talk ... https://t.co/oFsrITtyyf— Daniel Taylor (@DTathletic) March 30, 2021 „FIFA birtir yfirlýsingu þess efnis að það sé mikil spilling og meira að segja peningaþvætti meðal umboðsmanna í heiminum. Þeir geta samt ekki nefnt eitt einasta dæmi. Það eru fjögur til fimm þúsund umboðsmenn bara í Bretlandi en þeir geta ekki nefnt einn sem hefur verið ákærður.“ „Þessar yfirlýsingar FIFA eru skandall og við höfum látið þá vita að við séum að íhuga lögsókn vegna þess að þetta á ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Að sama skapi getum við sýnt fram á að fjölmargir meðlimir FIFA hafa verið handteknir og eru nú í fanglesi. Ég get sannað það.“ Um bresku pressuna Þeir félagar ræða einnig ímynd umboðsmanna og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar eru þeir illa liðnir af því að fjölmiðlar birta ítrekað neikvæða mynd af þeim. Þeir taka ekki eftir sömu andúð í öðrum löngum Evrópu. Þá segja þeir að leikmenn myndu ekki vilja semja við þá ef þeir væru ekki að standa sig í stykkinu. Það að margir af bestu leikmönnum heims leiti til þeirra segi allt sem segja þurfi. Luke Shaw átti ekki sjö dagana sæla er José Mourinho var þjálfari Manchester United.vísir/getty Þeir taka einnig fram að allt sem þeir geri sé með hagsmuni leikmanna þeirra í huga. Til að mynda er Luke Shaw einn viðskiptavina Barnett. Það hefði verið lítið mál að koma Shaw í burtu frá Manchester United þegar José Mourinho virtist nýta hvert tækifæri til að gera lítið úr enska bakverðinum. Shaw hafi hins vegar viljað vera áfram í Manchester og því hafi Barnett og hans fólk hjálpað honum að byggja upp annars brotna sjálfsmynd. Það hefur heldur betur skilað sér en Luke Shaw er í dag með betri vinstri bakvörðum Englands, ef ekki Evrópu. Viðtalið er enn lengra og má finna í heild sinni á vef The Athletic.
Fótbolti FIFA Tengdar fréttir Håland að missa þolinmæðina hjá Dortmund Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð. 22. mars 2021 23:00 Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu. 12. desember 2020 23:00 „Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30 Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. 8. desember 2020 11:30 Umboðsmaður Pogba segir miðjumanninn óhamingjusaman og að hann þurfi að komast frá Manchester Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að miðjumaðurinn sé óhamingjusamur og þurfi að yfirgefa Manchester United hið snarasta. 7. desember 2020 20:31 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Håland að missa þolinmæðina hjá Dortmund Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð. 22. mars 2021 23:00
Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu. 12. desember 2020 23:00
„Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30
Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. 8. desember 2020 11:30
Umboðsmaður Pogba segir miðjumanninn óhamingjusaman og að hann þurfi að komast frá Manchester Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að miðjumaðurinn sé óhamingjusamur og þurfi að yfirgefa Manchester United hið snarasta. 7. desember 2020 20:31
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn