Vilja breytingar á FIFA og segjast gera allt fyrir leikmenn sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 23:00 Mino Raiola [t.v.] og Jonathan Barrett [t.h.] eru stór nöfn í fótboltaheiminum en þeir vinna sem umboðsmenn. EFE/Alessandro Di Marco Umboðsmennirnir Mino Raiola og Jonathan Barrett hafa sterkar skoðanir á flest öllu sem viðkemur knattspyrnu. Þá sérstaklega á Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og fjölmiðlum í Bretlandi. Raiola og Barrett eru svokallaðir „ofurumboðsmenn“ enda með fjöldan allan af heimsklassa leikmönnum á sínum snærum. Þeir hafa því eðlilega mikið vægi þegar kemur að málum innan knattspyrnunnar. Barett sá til að mynda til þess að Tottenham Hotspur fékk 100 milljónir evra fyrir Gareth Bale árið 2013 er Real Madrid festi kaup á kauða. Hann er að sama skapi ástæðan fyrir því að Bale er á jafn himinháum launum og raun ber vitni. Einnig eru leikmenn á borð við Jack Grealish, Mason Mount og Nick Pope á mála hjá umboðsstofunni ICM/Stellar sem Barrett á hlut í. Einnig eru þar ungir og efnilegir leikmenn á borð við Eduardo Camavinga, Ihrahima Konate og Sergiño Dest. Raiola er hvað frægastur fyrir að koma Paul Pogba frá Manchester United til Juventus og svo aftur til Man United á litlar 105 milljónir evra. Hann er einnig umboðsmaður Zlatan Ibrahimović, Erling Braut Håland, Matthijs de Ligt, Gianluigi Donnarumma, Ryan Gravenberch, Mario Balotelli og fleiri. Barrett og Raiola ræddu allt milli himins og jarðar í ítarlegu viðtali við The Athletic nýverið. Varðandi FIFA Það kom fljótlega í ljós í viðtalinu að þeir félagar eru ekki beint hrifnir af FIFA. Raiola segir spillingu sambandsins það mikla að það þurfi að byggja sambandið upp að nýju, frá grunni. Þeir báðir, sem og margir kollegar þeirra, íhuga að lögsækja FIFA, meira um það hér að neðan. „Munurinn á Jonathan og mér er sá að ég tel að FIFA eigi ekki að vera til. Það er minn draumur – vonandi lifi ég nægilega lengi til að sjá hann verða að veruleika – að við sjáum nýtt og heiðarlegra kerfi innan fótboltans, kerfið í dag er úrelt. Ef það er nýr skandall á hverju ári þá er það ekki tilviljun,“ sagði Raiola meðal annars. Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.Getty „Fyrir mér er FIFA of langt frá leiknum í dag. Sambandið situr nú í fílabeinsturni í Sviss og hefur ekki hugmynd um hvað leikmenn, umboðsmenn eða félög gera. Þeir setja regluverk sem hentar þeim en þeir vita ekkert hvað leikmenn gera, þeir þekkja ekki leikmennina. Sambandið setur upp og skipuleggur stórmót eins og heimsmeistarakeppnina, allt gott og blessað með það. Það ætti samt að halda sig fjarri því sem það þekkir ekki,“ sagði Barnett enn fremur og hélt svo áfram. EXCLUSIVE Mino Raiola and Jonathan Barnett, two of the most powerful agents in the business, talk to @TheAthleticUKPogba, Haaland, Zlatan v LeBron, Bale, Shaw, Grealish, Raiola v Fergie, bringing down FIFA & so much more. These guys can talk ... https://t.co/oFsrITtyyf— Daniel Taylor (@DTathletic) March 30, 2021 „FIFA birtir yfirlýsingu þess efnis að það sé mikil spilling og meira að segja peningaþvætti meðal umboðsmanna í heiminum. Þeir geta samt ekki nefnt eitt einasta dæmi. Það eru fjögur til fimm þúsund umboðsmenn bara í Bretlandi en þeir geta ekki nefnt einn sem hefur verið ákærður.“ „Þessar yfirlýsingar FIFA eru skandall og við höfum látið þá vita að við séum að íhuga lögsókn vegna þess að þetta á ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Að sama skapi getum við sýnt fram á að fjölmargir meðlimir FIFA hafa verið handteknir og eru nú í fanglesi. Ég get sannað það.“ Um bresku pressuna Þeir félagar ræða einnig ímynd umboðsmanna og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar eru þeir illa liðnir af því að fjölmiðlar birta ítrekað neikvæða mynd af þeim. Þeir taka ekki eftir sömu andúð í öðrum löngum Evrópu. Þá segja þeir að leikmenn myndu ekki vilja semja við þá ef þeir væru ekki að standa sig í stykkinu. Það að margir af bestu leikmönnum heims leiti til þeirra segi allt sem segja þurfi. Luke Shaw átti ekki sjö dagana sæla er José Mourinho var þjálfari Manchester United.vísir/getty Þeir taka einnig fram að allt sem þeir geri sé með hagsmuni leikmanna þeirra í huga. Til að mynda er Luke Shaw einn viðskiptavina Barnett. Það hefði verið lítið mál að koma Shaw í burtu frá Manchester United þegar José Mourinho virtist nýta hvert tækifæri til að gera lítið úr enska bakverðinum. Shaw hafi hins vegar viljað vera áfram í Manchester og því hafi Barnett og hans fólk hjálpað honum að byggja upp annars brotna sjálfsmynd. Það hefur heldur betur skilað sér en Luke Shaw er í dag með betri vinstri bakvörðum Englands, ef ekki Evrópu. Viðtalið er enn lengra og má finna í heild sinni á vef The Athletic. Fótbolti FIFA Tengdar fréttir Håland að missa þolinmæðina hjá Dortmund Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð. 22. mars 2021 23:00 Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu. 12. desember 2020 23:00 „Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30 Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. 8. desember 2020 11:30 Umboðsmaður Pogba segir miðjumanninn óhamingjusaman og að hann þurfi að komast frá Manchester Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að miðjumaðurinn sé óhamingjusamur og þurfi að yfirgefa Manchester United hið snarasta. 7. desember 2020 20:31 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Raiola og Barrett eru svokallaðir „ofurumboðsmenn“ enda með fjöldan allan af heimsklassa leikmönnum á sínum snærum. Þeir hafa því eðlilega mikið vægi þegar kemur að málum innan knattspyrnunnar. Barett sá til að mynda til þess að Tottenham Hotspur fékk 100 milljónir evra fyrir Gareth Bale árið 2013 er Real Madrid festi kaup á kauða. Hann er að sama skapi ástæðan fyrir því að Bale er á jafn himinháum launum og raun ber vitni. Einnig eru leikmenn á borð við Jack Grealish, Mason Mount og Nick Pope á mála hjá umboðsstofunni ICM/Stellar sem Barrett á hlut í. Einnig eru þar ungir og efnilegir leikmenn á borð við Eduardo Camavinga, Ihrahima Konate og Sergiño Dest. Raiola er hvað frægastur fyrir að koma Paul Pogba frá Manchester United til Juventus og svo aftur til Man United á litlar 105 milljónir evra. Hann er einnig umboðsmaður Zlatan Ibrahimović, Erling Braut Håland, Matthijs de Ligt, Gianluigi Donnarumma, Ryan Gravenberch, Mario Balotelli og fleiri. Barrett og Raiola ræddu allt milli himins og jarðar í ítarlegu viðtali við The Athletic nýverið. Varðandi FIFA Það kom fljótlega í ljós í viðtalinu að þeir félagar eru ekki beint hrifnir af FIFA. Raiola segir spillingu sambandsins það mikla að það þurfi að byggja sambandið upp að nýju, frá grunni. Þeir báðir, sem og margir kollegar þeirra, íhuga að lögsækja FIFA, meira um það hér að neðan. „Munurinn á Jonathan og mér er sá að ég tel að FIFA eigi ekki að vera til. Það er minn draumur – vonandi lifi ég nægilega lengi til að sjá hann verða að veruleika – að við sjáum nýtt og heiðarlegra kerfi innan fótboltans, kerfið í dag er úrelt. Ef það er nýr skandall á hverju ári þá er það ekki tilviljun,“ sagði Raiola meðal annars. Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.Getty „Fyrir mér er FIFA of langt frá leiknum í dag. Sambandið situr nú í fílabeinsturni í Sviss og hefur ekki hugmynd um hvað leikmenn, umboðsmenn eða félög gera. Þeir setja regluverk sem hentar þeim en þeir vita ekkert hvað leikmenn gera, þeir þekkja ekki leikmennina. Sambandið setur upp og skipuleggur stórmót eins og heimsmeistarakeppnina, allt gott og blessað með það. Það ætti samt að halda sig fjarri því sem það þekkir ekki,“ sagði Barnett enn fremur og hélt svo áfram. EXCLUSIVE Mino Raiola and Jonathan Barnett, two of the most powerful agents in the business, talk to @TheAthleticUKPogba, Haaland, Zlatan v LeBron, Bale, Shaw, Grealish, Raiola v Fergie, bringing down FIFA & so much more. These guys can talk ... https://t.co/oFsrITtyyf— Daniel Taylor (@DTathletic) March 30, 2021 „FIFA birtir yfirlýsingu þess efnis að það sé mikil spilling og meira að segja peningaþvætti meðal umboðsmanna í heiminum. Þeir geta samt ekki nefnt eitt einasta dæmi. Það eru fjögur til fimm þúsund umboðsmenn bara í Bretlandi en þeir geta ekki nefnt einn sem hefur verið ákærður.“ „Þessar yfirlýsingar FIFA eru skandall og við höfum látið þá vita að við séum að íhuga lögsókn vegna þess að þetta á ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Að sama skapi getum við sýnt fram á að fjölmargir meðlimir FIFA hafa verið handteknir og eru nú í fanglesi. Ég get sannað það.“ Um bresku pressuna Þeir félagar ræða einnig ímynd umboðsmanna og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar eru þeir illa liðnir af því að fjölmiðlar birta ítrekað neikvæða mynd af þeim. Þeir taka ekki eftir sömu andúð í öðrum löngum Evrópu. Þá segja þeir að leikmenn myndu ekki vilja semja við þá ef þeir væru ekki að standa sig í stykkinu. Það að margir af bestu leikmönnum heims leiti til þeirra segi allt sem segja þurfi. Luke Shaw átti ekki sjö dagana sæla er José Mourinho var þjálfari Manchester United.vísir/getty Þeir taka einnig fram að allt sem þeir geri sé með hagsmuni leikmanna þeirra í huga. Til að mynda er Luke Shaw einn viðskiptavina Barnett. Það hefði verið lítið mál að koma Shaw í burtu frá Manchester United þegar José Mourinho virtist nýta hvert tækifæri til að gera lítið úr enska bakverðinum. Shaw hafi hins vegar viljað vera áfram í Manchester og því hafi Barnett og hans fólk hjálpað honum að byggja upp annars brotna sjálfsmynd. Það hefur heldur betur skilað sér en Luke Shaw er í dag með betri vinstri bakvörðum Englands, ef ekki Evrópu. Viðtalið er enn lengra og má finna í heild sinni á vef The Athletic.
Fótbolti FIFA Tengdar fréttir Håland að missa þolinmæðina hjá Dortmund Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð. 22. mars 2021 23:00 Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu. 12. desember 2020 23:00 „Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30 Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. 8. desember 2020 11:30 Umboðsmaður Pogba segir miðjumanninn óhamingjusaman og að hann þurfi að komast frá Manchester Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að miðjumaðurinn sé óhamingjusamur og þurfi að yfirgefa Manchester United hið snarasta. 7. desember 2020 20:31 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Håland að missa þolinmæðina hjá Dortmund Erling Braut Håland, norski framherji Dortmund, mun yfirgefa þýska félagið ef þeir ná ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti á yfirstandandi leiktíð. 22. mars 2021 23:00
Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu. 12. desember 2020 23:00
„Því fyrr sem umboðsmaður Paul fattar að þetta er liðsíþrótt, því betra“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær. 9. desember 2020 10:30
Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. 8. desember 2020 11:30
Umboðsmaður Pogba segir miðjumanninn óhamingjusaman og að hann þurfi að komast frá Manchester Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að miðjumaðurinn sé óhamingjusamur og þurfi að yfirgefa Manchester United hið snarasta. 7. desember 2020 20:31