Nokkur innanlandssmit rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. mars 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nokkuð um það að smit leki í gegnum landamærin. Júlíus sigurjónsson Nokkur kórónuveirusmit sem greinst hafa undanfarna daga eru rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en tíu innanlandssmit greindust í gær. Níu þeirra voru í sóttkví og tengdust fyrri smitum. Ekki hefur tekist að tengja tilfellið sem fannst utan sóttkvíar við önnur smit en Þórólfur vonast til að það skýrist þegar raðgreiningu lýkur. „Við sjáum að fyrri smit sem hafa verið greinast undanfarna daga tengjast nokkur og við erum búin að sjá að það tengist aðila sem hefur greinilega ekki haldið sóttkví á landamærunum og greindist í seinni skimun. Við erum að sjá þetta aftur og aftur að það er greinilegt að smit eru að leka hérna inn frá fólki sem er ekki að halda sóttkví,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að um hafi verið að ræða erlendan ferðamann en veit ekki til þess að hann hafi komið hingað sérstaklega til að skoða gosstöðvarnar. Þá hefur hann ekki upplýsingar um það hvenær einstaklingurinn kom til landsins. „Þetta er ferðamaður sem er að koma hingað. Vonandi erum við að laga þetta með þessum nýju aðgerðum sem koma til framkvæmda þann 1. apríl sem skylda fólk til að fara á sóttkvíarhótel svo það sé hægt að fylgjast betur með fólki sem er að koma frá löndum þar sem tíðnin er há.“ Þórólfur segir að í kringum 10% ferðamanna sem komi til landsins séu nú með bólusetninga- eða mótefnavottorð og á hann von á því að sú tala fari hækkandi. Skólar opni eftir páska Þórólfur vinnur nú að minnisblaði um framhald skólahalds og hefur gefið út að hann muni leggja til að skólar fái að opna aftur strax eftir páska. Ekki hefur farið fram staðarnám í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum eftir að hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi síðasta fimmtudag. Von er á um sextíu komum- og brottförum á Keflavíkurflugvelli nú um páskana en flugferðirnar voru tólf á sama tíma í fyrra. Þórólfur segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur ef mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Íslands á skömmum tíma. „Það er klárt mál að við getum ekki ráðið við ótakmarkaðan fjölda ferðamanna og haldið uppi nauðsynlegum sóttvörnum á landamærunum, það mun þá eitthvað undan láta myndi ég halda.“ Mikilvægast að halda fjölda smita utan við sóttkví í lágmarki Þórólfur segir að áfram verði að fylgjast vel með stöðunni. „Ég vona bara að við förum að ná utan um þessi smit sem greinast utan sóttkvíar en það segir okkur bara að veiran er komin út fyrir þessi mörk sem við viljum hafa hana í. Vonandi tekst okkur að ná utan um þetta á næstu dögum.“ Hann bætir við að það geti þó tekið tvær til þrjár vikur sem sé sá tími sem núverandi reglur eru í gildi. „Við megum alveg búast við að við greinum áfram fólk sem er í sóttkví, það er bara eðlilegt og viðbúið, en við viljum ekki fara að sjá einhverja fjölgun á fólki sem er að greinast utan sóttkvíar. Þá er þetta að dreifast meira um samfélagið og fólk kannski ekki að fara eftir þessum reglum sem við höfum sett upp.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. 30. mars 2021 10:57 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29. mars 2021 21:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Við sjáum að fyrri smit sem hafa verið greinast undanfarna daga tengjast nokkur og við erum búin að sjá að það tengist aðila sem hefur greinilega ekki haldið sóttkví á landamærunum og greindist í seinni skimun. Við erum að sjá þetta aftur og aftur að það er greinilegt að smit eru að leka hérna inn frá fólki sem er ekki að halda sóttkví,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að um hafi verið að ræða erlendan ferðamann en veit ekki til þess að hann hafi komið hingað sérstaklega til að skoða gosstöðvarnar. Þá hefur hann ekki upplýsingar um það hvenær einstaklingurinn kom til landsins. „Þetta er ferðamaður sem er að koma hingað. Vonandi erum við að laga þetta með þessum nýju aðgerðum sem koma til framkvæmda þann 1. apríl sem skylda fólk til að fara á sóttkvíarhótel svo það sé hægt að fylgjast betur með fólki sem er að koma frá löndum þar sem tíðnin er há.“ Þórólfur segir að í kringum 10% ferðamanna sem komi til landsins séu nú með bólusetninga- eða mótefnavottorð og á hann von á því að sú tala fari hækkandi. Skólar opni eftir páska Þórólfur vinnur nú að minnisblaði um framhald skólahalds og hefur gefið út að hann muni leggja til að skólar fái að opna aftur strax eftir páska. Ekki hefur farið fram staðarnám í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum eftir að hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi síðasta fimmtudag. Von er á um sextíu komum- og brottförum á Keflavíkurflugvelli nú um páskana en flugferðirnar voru tólf á sama tíma í fyrra. Þórólfur segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur ef mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Íslands á skömmum tíma. „Það er klárt mál að við getum ekki ráðið við ótakmarkaðan fjölda ferðamanna og haldið uppi nauðsynlegum sóttvörnum á landamærunum, það mun þá eitthvað undan láta myndi ég halda.“ Mikilvægast að halda fjölda smita utan við sóttkví í lágmarki Þórólfur segir að áfram verði að fylgjast vel með stöðunni. „Ég vona bara að við förum að ná utan um þessi smit sem greinast utan sóttkvíar en það segir okkur bara að veiran er komin út fyrir þessi mörk sem við viljum hafa hana í. Vonandi tekst okkur að ná utan um þetta á næstu dögum.“ Hann bætir við að það geti þó tekið tvær til þrjár vikur sem sé sá tími sem núverandi reglur eru í gildi. „Við megum alveg búast við að við greinum áfram fólk sem er í sóttkví, það er bara eðlilegt og viðbúið, en við viljum ekki fara að sjá einhverja fjölgun á fólki sem er að greinast utan sóttkvíar. Þá er þetta að dreifast meira um samfélagið og fólk kannski ekki að fara eftir þessum reglum sem við höfum sett upp.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. 30. mars 2021 10:57 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29. mars 2021 21:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. 30. mars 2021 10:57
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29. mars 2021 21:01