Sér vel fyrir sér áframhaldandi samstarf við VG og Framsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 17:42 Bjarni Benediktsson sagði í Víglínunni í gær að hann teli það skyldu ríkisstjórnarflokkanna að setjast niður og ræða áframhaldandi samstarf að loknum kosningum í haust, fái þeir umboð til þess. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skyldu stjórnarflokkanna þriggja að skoða áframhaldandi samstarf fái þeir fylgi til þess í komandi Alþingiskosningum. „Ég er ánægður með samstarfið. Við sögðum á sínum tíma þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn að það hefði ýmislegt gengið á. Ég hafði verið forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn sem átti skamman líftíma, í raun og veru alveg ótrúlegt hvernig það mál endaði,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Þarna settumst við niður og sögðum: „Við skulum einbeita okkur að stóru myndinni. Að því sem sameinar okkur. Við skulum leggja eitthvað á okkur til þess að fá að nýju stjórnmálalegan stöðugleika í landið. Og það kostar ákveðnar fórnir. Þetta finnst mér hafa tekist vel,“ segir Bjarni. „Flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust“ Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn féll núverandi ríkisstjórn í skaut hafi hún verið orðin það slípuð og samstíga að hún hafi verið orðin vandanum vaxin. „Þess vegna segi ég að flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust. Ég skal viðurkenna það að við munum fyrst og fremst leggja áherslu á það að fá góða niðurstöðu fyrir okkar flokk, það er aðalatriðið. Ef að flokkarnir þrír saman ná meirihluta saman í kosningunum, finnst mér við hafa skyldu til að setjast niður og ræða um framhaldið og forsendur fyrir því,“ sagði Bjarni. Hann segist vel geta séð fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar gangi upp. Það sé hins vegar ekki tímabært að velta því of mikið fyrir sér. „Þegar dregur nær kosningum munu hinir flokkarnir, alveg eins og við einblína á að ná til fólks með þau baráttumál sem við viljum berjast fyrir. Þau eru auðvitað ekki alveg hin sömu hjá flokkunum,“ sagði Bjarni. Áframhaldandi stjórnarsamstarf ráðist að sjálfsögðu að sögn Bjarna af því hvort flokkarnir verði sammála um þau áherslumál sem hafa þurfi í forgrunni næstu fjögur árin. Hefur ekki áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum Nýjustu skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um 21 prósenta fylgi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því þegar svo langt er til kosninga. „Ef við horfum á síðustu kosningar, við vorum yfir 25 prósent síðast og þar áður 29 prósent, við hljótum að stefna á að vera ekki undir þessum tölum. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar ég sé skoðanakannanir löngu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Fjöldi flokka sem bjóða fram til Alþingis í haust hafa þegar kynnt framboðslista sína, að minnsta kosti hluta þeirra, en prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki farið fram. Bjarni sagði að prófkjörum innan flokksins muni ljúka í maí og júní en þá muni enn líða einhver tími þar til allir framboðslistar verði tilbúnir. Þá stendur einnig til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þar er meðal annars kosið um stjórn flokksins. Bjarni segir að eins og staðan sé í dag sé óljóst hvort hægt verði að halda fundinn fyrir kosningar. „Landsfund vonumst við til að geta haldið, það er mjög stór ákvörðun fyrir okkur að slá af landsfund, en eins og aðstæður eru er það fjarlægur möguleiki,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Víglínan Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika. 20. mars 2021 19:15 Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18. mars 2021 10:28 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
„Ég er ánægður með samstarfið. Við sögðum á sínum tíma þegar við mynduðum þessa ríkisstjórn að það hefði ýmislegt gengið á. Ég hafði verið forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn sem átti skamman líftíma, í raun og veru alveg ótrúlegt hvernig það mál endaði,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Þarna settumst við niður og sögðum: „Við skulum einbeita okkur að stóru myndinni. Að því sem sameinar okkur. Við skulum leggja eitthvað á okkur til þess að fá að nýju stjórnmálalegan stöðugleika í landið. Og það kostar ákveðnar fórnir. Þetta finnst mér hafa tekist vel,“ segir Bjarni. „Flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust“ Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn féll núverandi ríkisstjórn í skaut hafi hún verið orðin það slípuð og samstíga að hún hafi verið orðin vandanum vaxin. „Þess vegna segi ég að flokkarnir geti komið stoltir til kosninga í haust. Ég skal viðurkenna það að við munum fyrst og fremst leggja áherslu á það að fá góða niðurstöðu fyrir okkar flokk, það er aðalatriðið. Ef að flokkarnir þrír saman ná meirihluta saman í kosningunum, finnst mér við hafa skyldu til að setjast niður og ræða um framhaldið og forsendur fyrir því,“ sagði Bjarni. Hann segist vel geta séð fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar gangi upp. Það sé hins vegar ekki tímabært að velta því of mikið fyrir sér. „Þegar dregur nær kosningum munu hinir flokkarnir, alveg eins og við einblína á að ná til fólks með þau baráttumál sem við viljum berjast fyrir. Þau eru auðvitað ekki alveg hin sömu hjá flokkunum,“ sagði Bjarni. Áframhaldandi stjórnarsamstarf ráðist að sjálfsögðu að sögn Bjarna af því hvort flokkarnir verði sammála um þau áherslumál sem hafa þurfi í forgrunni næstu fjögur árin. Hefur ekki áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum Nýjustu skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um 21 prósenta fylgi. Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því þegar svo langt er til kosninga. „Ef við horfum á síðustu kosningar, við vorum yfir 25 prósent síðast og þar áður 29 prósent, við hljótum að stefna á að vera ekki undir þessum tölum. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar ég sé skoðanakannanir löngu fyrir kosningar,“ sagði Bjarni. Fjöldi flokka sem bjóða fram til Alþingis í haust hafa þegar kynnt framboðslista sína, að minnsta kosti hluta þeirra, en prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki farið fram. Bjarni sagði að prófkjörum innan flokksins muni ljúka í maí og júní en þá muni enn líða einhver tími þar til allir framboðslistar verði tilbúnir. Þá stendur einnig til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Þar er meðal annars kosið um stjórn flokksins. Bjarni segir að eins og staðan sé í dag sé óljóst hvort hægt verði að halda fundinn fyrir kosningar. „Landsfund vonumst við til að geta haldið, það er mjög stór ákvörðun fyrir okkur að slá af landsfund, en eins og aðstæður eru er það fjarlægur möguleiki,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Víglínan Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika. 20. mars 2021 19:15 Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18. mars 2021 10:28 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00
Þríeyki stjórnmálalegs óstöðugleika Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð lýsti forystufólk hennar því yfir að þetta væri ríkisstjórn stöðugleika, stæði fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og ekki síst pólitískan stöðugleika. 20. mars 2021 19:15
Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18. mars 2021 10:28