Ísmar festir kaup á Fálkanum Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 10:53 Ísmar hyggst flytja starfsemi sína í húsakynni Fálkans í Kópavogi. Aðsend Gengið hefur verið frá kaupum sölu- og þjónustufyrirtækisins Ísmars á Fálkanum. Alls starfa 32 starfsmenn hjá félögunum en ekki er gert ráð fyrir að starfsfólki fækki í tengslum við kaupin. Fram kemur í tilkynningu að Ísmar muni á næstu vikum flytja inn í starfsstöð Fálkans á Dalvegi 10-14 í Kópavogi þar sem félögin ætli að nýta sameiginlega aðstöðu fyrir verslun, vörugeymslu og skrifstofur. „Með kaupunum og samrekstri félaganna verður til sterk og öflug eining sem þjónar breiðum hópi viðskiptavina með áherslu á stuðning við margvíslega innviði í íslensku samfélagi.“ Ísmar hefur á undanförnum árum lagt áherslu á sölu, ráðgjöf og þjónustu á tæknibúnaði, svo sem mælitækjum og vélstýringum sem nýta sér GPS tækni, lasertæki, búnað til sjómælinga, hitamyndavélar, fjarskiptabúnað, loftræstibúnað og hússtjórnarkerfi. Áherslur Fálkans hafa verið á sölu og þjónustu á tæknivörum tengdum bíla- og vélahlutum, véltæknivörum og raftæknivörum. Jafnframt segir í tilkynningu að samrekstur félaganna skapi aukin tækifæri til bættrar þjónustu við viðskiptavini. Fjárfestirinn Bjarni Ármannsson á 51% hlut í Ísmar í gegnum félag sitt Sjávarsýn ehf. og á framtakssjóðurinn Freyja, sem rekinn er af Kviku eignastýringu, 49% hlut. Verða rekin í sitthvoru lagi Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Ísmar mun taka við sem framkvæmdastjóri beggja félaga sem verða þó rekin í sitthvoru lagi. Gunnar segir að það sé mikið fagnaðarefni að stíga þetta stóra skref og fá reynslumikla starfsmenn Fálkans til liðs við fyrirtækið. „Það eru spennandi tímar framundan og verður gaman að vinna með frábæru starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum í að leiða uppbyggingu innviða á Íslandi á komandi árum,“ segir hann í tilkynningu. Félögin starfa bæði að mestu á fyrirtækjamarkaði en kjarni starfseminnar er þjónusta, ráðgjöf og sala á tækni- og vélbúnaði til m.a. verkstæða, stóriðju, opinberra aðila, útgerða, verktaka, verkfræðistofa og orkufyrirtækja. Rekstur beggja félaga er sagður hafa gengið vel á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að Ísmar muni á næstu vikum flytja inn í starfsstöð Fálkans á Dalvegi 10-14 í Kópavogi þar sem félögin ætli að nýta sameiginlega aðstöðu fyrir verslun, vörugeymslu og skrifstofur. „Með kaupunum og samrekstri félaganna verður til sterk og öflug eining sem þjónar breiðum hópi viðskiptavina með áherslu á stuðning við margvíslega innviði í íslensku samfélagi.“ Ísmar hefur á undanförnum árum lagt áherslu á sölu, ráðgjöf og þjónustu á tæknibúnaði, svo sem mælitækjum og vélstýringum sem nýta sér GPS tækni, lasertæki, búnað til sjómælinga, hitamyndavélar, fjarskiptabúnað, loftræstibúnað og hússtjórnarkerfi. Áherslur Fálkans hafa verið á sölu og þjónustu á tæknivörum tengdum bíla- og vélahlutum, véltæknivörum og raftæknivörum. Jafnframt segir í tilkynningu að samrekstur félaganna skapi aukin tækifæri til bættrar þjónustu við viðskiptavini. Fjárfestirinn Bjarni Ármannsson á 51% hlut í Ísmar í gegnum félag sitt Sjávarsýn ehf. og á framtakssjóðurinn Freyja, sem rekinn er af Kviku eignastýringu, 49% hlut. Verða rekin í sitthvoru lagi Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Ísmar mun taka við sem framkvæmdastjóri beggja félaga sem verða þó rekin í sitthvoru lagi. Gunnar segir að það sé mikið fagnaðarefni að stíga þetta stóra skref og fá reynslumikla starfsmenn Fálkans til liðs við fyrirtækið. „Það eru spennandi tímar framundan og verður gaman að vinna með frábæru starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum í að leiða uppbyggingu innviða á Íslandi á komandi árum,“ segir hann í tilkynningu. Félögin starfa bæði að mestu á fyrirtækjamarkaði en kjarni starfseminnar er þjónusta, ráðgjöf og sala á tækni- og vélbúnaði til m.a. verkstæða, stóriðju, opinberra aðila, útgerða, verktaka, verkfræðistofa og orkufyrirtækja. Rekstur beggja félaga er sagður hafa gengið vel á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira