Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 10:58 Viðar Örn Kjartansson var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina í undankeppni HM. vísir/vilhelm Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014. HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Sjá meira
Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014.
HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Sjá meira
Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13