Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2021 08:30 Bílaröð er þegar farin að myndast við Suðurstrandaveg upp úr klukkan níu í morgun. Vegurinn verður opnaður klukkan tíu. Aðsend Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55
Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent