Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 12:26 Kári segist ekki trúa því að af litakóðakerfi stjórnvalda á landamærunum verði. Fyrirhugað er að það taki gildi 1. maí. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira