Þokkalegt veður við gosstöðvarnar í dag Sylvía Hall skrifar 28. mars 2021 07:51 Eflaust stefna margir á ferð upp að gosstöðvunum í dag. Þrátt fyrir kulda á svæðinu er spáin ágæt en búast má við gassöfnun upp úr hádegi. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í Geldingadölum í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en spáð er 0 til 5 stiga frosti á landinu öllu og herðir á frostinu eftir því sem líður á daginn. Snjókomu er spáð á norðvestanverðu landinu en él á víð og dreif annars staðar. Síðdegis gengur í norðanátt á landinu öllu, fyrst vestantil, og má þá búast við snjókomu norðaustan til en léttir til sunnan jökla. Á morgun er svo spáð norðan og norðvestan átt með éljum norðantil fram eftir degi en síðar úrkomulítið. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Norðan og norðvestan 8-15 með éljum N-lands, en björtu veðri S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst að deginum. Dregur úr vindi og ofankomu norðantil um kvöldið. Á þriðjudag:Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum. Frost 0 til 7 stig en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á miðvikudag: Vaxandi vestanátt, hlýnar og þykknar upp, 10-18 m/s síðdegis og lítilsháttar slydda eða rigning N- og V-lands. Hiti 2 til 5 stig síðdegis. Á fimmtudag (skírdagur):Vestan 5-13 m/s. Víða skýjað og dálítil væta vestantil en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Útilt fyrir hvassa vestanátt og vætu vestantil en bjartviðri eystra. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag:Snýst í hvassa norðanátt með talsverðu frosti og éljum norðantil en bjarviðri sunnan jökla. Veður Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. 27. mars 2021 20:00 Fegurðardrottning, gasgrímur og sérsveitin við gosið Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis hefur farið nokkrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum þessa fyrstu viku eldgossins. Það hefur verið stöðug örtröð göngufólks að gosstöðvum og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast. 27. mars 2021 12:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en spáð er 0 til 5 stiga frosti á landinu öllu og herðir á frostinu eftir því sem líður á daginn. Snjókomu er spáð á norðvestanverðu landinu en él á víð og dreif annars staðar. Síðdegis gengur í norðanátt á landinu öllu, fyrst vestantil, og má þá búast við snjókomu norðaustan til en léttir til sunnan jökla. Á morgun er svo spáð norðan og norðvestan átt með éljum norðantil fram eftir degi en síðar úrkomulítið. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Norðan og norðvestan 8-15 með éljum N-lands, en björtu veðri S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst að deginum. Dregur úr vindi og ofankomu norðantil um kvöldið. Á þriðjudag:Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum. Frost 0 til 7 stig en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á miðvikudag: Vaxandi vestanátt, hlýnar og þykknar upp, 10-18 m/s síðdegis og lítilsháttar slydda eða rigning N- og V-lands. Hiti 2 til 5 stig síðdegis. Á fimmtudag (skírdagur):Vestan 5-13 m/s. Víða skýjað og dálítil væta vestantil en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Útilt fyrir hvassa vestanátt og vætu vestantil en bjartviðri eystra. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag:Snýst í hvassa norðanátt með talsverðu frosti og éljum norðantil en bjarviðri sunnan jökla.
Veður Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. 27. mars 2021 20:00 Fegurðardrottning, gasgrímur og sérsveitin við gosið Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis hefur farið nokkrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum þessa fyrstu viku eldgossins. Það hefur verið stöðug örtröð göngufólks að gosstöðvum og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast. 27. mars 2021 12:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. 27. mars 2021 20:00
Fegurðardrottning, gasgrímur og sérsveitin við gosið Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis hefur farið nokkrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum þessa fyrstu viku eldgossins. Það hefur verið stöðug örtröð göngufólks að gosstöðvum og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast. 27. mars 2021 12:01