Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 08:22 Lögin eru sögð munu gera svörtum mun erfiðara fyrir að kjósa en margir svartir Bandaríkjamenn eiga til dæmis ekki skilríki. epa/Erik S. Lesser Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. Í yfirlýsingu sem birt var í gær sagði forsetinn að ítrekaðar endurtalningar og dómsmál hefðu staðfest þá niðurstöðu að kosningarnar í Georgíu hefðu verið réttmætar, þrátt fyrir staðhæfingar Donald Trump og stuðningsmanna hans um kosningasvik. Nýju lögin fela meðal annars í sér að nú verður fólk að sýna skilríki áður en það fær afhent utankjörfundaratkvæðaseðil og þá verður fjöldi kjörkassa, það er staða þar sem hægt er að skila utankjörfundaratkvæðum, takmarkaður. Áður dugði að staðfesta móttöku kjörseðilsins með undirskrift. Einnig verður ólöglegt að færa þeim sem bíða í röð til að kjósa mat og drykk. „Í stað þess að fanga rétti allra Georgíu-búa til að kjósa og sigra í kosningum á grundvelli hugsjóna þeirra, hafa repúblikanar þess í stað flýtt í gegn óamerískum lögum til að neita fólki um réttinn til að kjósa,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Biden. Sagði hann um að ræða óforskammaða árás á stjórnarskrána og góða samvisku. Snemma í gær var Park Cannon, þingkona demókrata í Georgíu, handtekinn fyrir að banka ítrekað á dyr ríkisstjórans Brian Kemp á meðan hann undirritaði frumvarpið. Hún er meðal þeirra sem hafa sagt lögin „Jim Crow í nýjum búningi“. Jim Crow voru þau lög sem kváðu um aðskilnað milli svartra og hvítra á 19. og 20. öld. BBC greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Black Lives Matter Joe Biden Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var í gær sagði forsetinn að ítrekaðar endurtalningar og dómsmál hefðu staðfest þá niðurstöðu að kosningarnar í Georgíu hefðu verið réttmætar, þrátt fyrir staðhæfingar Donald Trump og stuðningsmanna hans um kosningasvik. Nýju lögin fela meðal annars í sér að nú verður fólk að sýna skilríki áður en það fær afhent utankjörfundaratkvæðaseðil og þá verður fjöldi kjörkassa, það er staða þar sem hægt er að skila utankjörfundaratkvæðum, takmarkaður. Áður dugði að staðfesta móttöku kjörseðilsins með undirskrift. Einnig verður ólöglegt að færa þeim sem bíða í röð til að kjósa mat og drykk. „Í stað þess að fanga rétti allra Georgíu-búa til að kjósa og sigra í kosningum á grundvelli hugsjóna þeirra, hafa repúblikanar þess í stað flýtt í gegn óamerískum lögum til að neita fólki um réttinn til að kjósa,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Biden. Sagði hann um að ræða óforskammaða árás á stjórnarskrána og góða samvisku. Snemma í gær var Park Cannon, þingkona demókrata í Georgíu, handtekinn fyrir að banka ítrekað á dyr ríkisstjórans Brian Kemp á meðan hann undirritaði frumvarpið. Hún er meðal þeirra sem hafa sagt lögin „Jim Crow í nýjum búningi“. Jim Crow voru þau lög sem kváðu um aðskilnað milli svartra og hvítra á 19. og 20. öld. BBC greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Black Lives Matter Joe Biden Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira