Telja Belga líklegasta til að vinna EM í sumar | Þjóðverjar koma þar á eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:02 Belgum er spáð sigri á EM í sumar. Jeroen Meuwsen/Getty Images Enski fjölmiðillinn The Guardian birti í dag lista yfir allar þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í sumar. Var þeim raðað í sæti eftir hversu líklegar þær eru til að vinna mótið. Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira