Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2021 20:43 Hæstu trén á Snæfoksstöðum í Grímsnesi eru orðin vel yfir tuttugu metrar. Við grisjun eru trjábolirnir sagaðir í sundur í nýju vélinni og viðarkubbar verða til, sem eru m.a. notaðir á Pizzastöðum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira