Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:57 Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir hafa báðar æft undir stjórn Þorsteins Halldórssonar hjá Breiðabliki. Telma lék þó með FH í fyrra, að láni frá Blikum. @fotbolti og vísir/bára Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra. Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra.
Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13