„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 06:57 Það verður ansi hvasst víða á landinu síðdegis á morgun miðað við þetta vindaspákort Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“. Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður. Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður.
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira