„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 06:57 Það verður ansi hvasst víða á landinu síðdegis á morgun miðað við þetta vindaspákort Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“. Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður. Veður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Núna eru gular viðvaranir í gildi um nánast allt land vegna norðaustan hríðarveðurs en flestar renna þær úr gildi í dag eða kvöld. Varað er við veðri í öllum landshlutum í dag nema á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en eftirfarandi segir til að mynda í viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á hádegi: „Norðan 15-23 m/s með staðbundnar vinhviður um og yfir 35 m/s, einkum austan Öræfa. Ökumenn aki varlega, einkum ef ökutækin verða óstöðug í hvössum vindum.“ Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag gangi á með norðanhríðarveðri á norðurhluta landsins en léttir smám saman til fyrir sunnan. Jafnframt mun þó hvessa mjög suðaustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviðum þegar líður á daginn. „Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til. Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðan 15-23 m/s V-lands, en mun hægari vindar eystra. Víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SA-lands. Norðan 10-18 m/s eftir hádegi, en 15-23 SA-lands. Snjókoma með köflum eða él um landið norðanvert, en léttir smám saman til sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Lægir víða í nótt og rofar til, en vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun og þykknar upp, 18-25 og snjókoma með köflum annað kvöld, hvassast við fjöll syðra, en mun hægari NA-til. Hlýnar í veðri S-til. Á laugardag: Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en síðan vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningu S-til um kvöldið, en hægara og úrkomulítið nyrðra. Frost 2 til 12 stig, en hlýnar syðst seinni partinn. Á sunnudag (pálmasunnudagur): Hvöss norðan- og norðvestátt með snjókomu eða éljagangi, en heldur hægara og úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Norðvestlæg átt, allhvöss NA-til, en annars hægari. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Harðnandi frost. Á þriðjudag: Útlit fyrir hægan vind, víða bjartvið talsvert frost, en dálítil él syðst. Á miðvikudag: Líklega stíf suðvestanátt, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi veður. Á fimmtudag (skírdagur): Vísbendingar um norðvestanátt og kólandi veður.
Veður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira